Alþingismaður á svörtum lista

Birgir Þórarinsson þingmaður.
Birgir Þórarinsson þingmaður. mbl.is/Sigurður Bogi

Flóttamannanefnd Evrópuráðsins hugðist skipa Birgi Þórarinsson alþingismann sérstakan fulltrúa nefndarinnar í eftirlitsferð til Nagorno-Karabakh, en Birgir á sæti í nefndinni fyrir Íslands hönd. Aserbaídsjan, sem nú hefur tekið öll yfirráð í Nagorno-Karabakh og hrakið íbúana á brott – yfir 120 þúsund manns, mótmælti því að Birgir yrði skipaður en ætlunin var að Birgir myndi gefa nefndinni og Evrópuráðinu skýrslu um málið.

„Mér skilst að ég sé á svörtum lista hjá stjórnvöldum í Aserbaídsjan. Ástæðan er sú að ég ferðaðist til Nagorno-Karabakh þegar stríð geisaði þar í nóvember 2020 og fór þangað í gegnum Armeníu,“ segir Birgir.

„Ég sá með eigin augum þá miklu eyðileggingu sem Aserar stóðu fyrir í Karabakh, engu var hlíft. Þeir sprengdu allt sem fyrir var. Fjölbýlishús, skóla, kirkjur og sjúkrahúsið svo dæmi sé tekið, en þar var meðal annars glæný kvennadeild sem var gjöreyðilögð í loftárás. Ég hitti fólk í loftvarnabyrgi í kjallara dómkirkjunnar og þetta var ömurlegt ástand. Ég gagnrýndi Aserbaídsjan harðlega í Evrópuráðinu fyrir stríðsrekstur gegn óbreyttum borgurum. Þeir hafa greinilega sett mig á svartan lista fyrir vikið.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert