Frelsishetja eins hryðjuverkamaður annars

Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félagsins Íslands-Palestínu, fordæmir ekki Hamas.
Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félagsins Íslands-Palestínu, fordæmir ekki Hamas. Samsett mynd

Hjálmtýr Heiðdal, formaður Fé­lags­ins Íslands-Palestínu (FÍP), kveðst ekki vilja for­dæma hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as sem réðust 7. októ­ber á Ísra­el og myrtu á annað þúsund manns. Seg­ir hann í sam­tali við mbl.is að fé­lagið for­dæmi þó árás­ir á al­menna borg­ara.

Hver er afstaða Fé­lags­ins Íslands-Palestínu gagn­vart Ham­as-sam­tök­un­um?

„Við sömd­um álykt­un sem seg­ir að við for­dæm­um all­ar árás­ir og morð á al­menn­um borg­ur­um skil­yrðis­laust.“

En for­dæmið þið Ham­as?

„Nei, við for­dæm­um ekki Ham­as-sam­tök­in. Þetta er svo­lítið sér­stakt því þú ert með svo­kallaðan hernaðar­arm Ham­as. Ham­as er bæði póli­tískt, hernaðarsam­tök og með fé­lagsþjón­ustu líka, en við for­dæm­um öll morð. Hvort sem það eru Ísra­els­menn eða Ham­as sem fara yfir strikið að ráðast á al­menna borg­ara, þá for­dæm­um við það,“ seg­ir Hjálmtýr.

Ítrekað hvatt til morða á gyðing­um

Blaðamaður spyr út í ít­rekaða hvatn­ingu leiðtoga Ham­as í gegn­um árin, þess efn­is að gyðing­ar skuli myrt­ir og Ísra­els­ríki tor­tímt, stefnu Ham­as á sama tíma, sem kveður á um morð á gyðing­um, og hvort það sé erfitt að for­dæma sam­tök sem standi fyr­ir slík­um boðskap.

„Þetta er ekki gyðinga­andúð. Eða jú, auðvitað eru í öll­um sam­tök­um alls kon­ar fólk, en heild­ar­lína sam­tak­anna er þessi – að þau hafi rétt til að vinna gegn her­nám­inu og vinna gegn árás­um á Palestínu­menn.

Við styðjum fyrst og fremst friðsam­leg­ar aðgerðir, en rétt­inda­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna seg­ir að allt kúgað fólk hafi rétt til að berj­ast og með vopn­um. Það verður þó auðvitað að vera inn­an þess ramma að það sé ekki gegn al­menn­um borg­ur­um,“ seg­ir Hjálmtýr.

Á vefsíðu Yale-laga­há­skól­ans má sjá að í stofnskjöl­um Ham­as stend­ur til að mynda:

„Dóms­dag­ur mun ekki renna upp fyrr en múslim­ar berj­ast við gyðinga, þegar gyðing­ur­inn mun fela sig á bak við steina og tré. Stein­arn­ir og trén munu segja Ó múslim­ar, ó Abdulla, það er gyðing­ur á bak við mig, komdu, og drepið hann. Aðeins Gharkad-tréð myndi ekki gera það vegna þess að það er eitt af trjám Gyðinga.“

Báðir aðilar framið stríðsglæpi

Hjálmtýr seg­ir sjálfsagt að for­dæma hvatn­ingu til þjóðarmorða en það sé ná­kvæm­lega það sem verið er að gera við Palestínu­menn.

„Þeir [Ham­as] geta sagt all­an and­skot­ann í reiði og ör­vænt­ingu, og jafn­vel samþykkt póli­tíska stefnu sem maður get­ur alls ekki samþykkt. Hinn dapri raun­veru­leiki er samt sá að það er búið að vera í 75 ár, hægt og bít­andi, að stela landi af Palestínu­mönn­um og verið að myrða þá þúsund­um sam­an.“

Hann seg­ir að bæði Ísra­el og Ham­as hafi framið stríðsglæpi en að ekki sé hægt að bera þessa aðila sam­an þar sem aðilarn­ir séu ekki jafn­sett­ir og að Ísra­el eigi „upp­tök­in“ á átök­un­um.

Vildi sjá stjórn­völd for­dæma Ísra­el líka

Þér finnst gyðinga­andúð ekki vera stór hluti af þess­um sam­tök­um?

„Nei gyðinga­andúð kem­ur fyrst og fremst frá hægr­inu. Þar er hið raun­veru­lega gyðinga­hat­ur,“ seg­ir Hjálmtýr.

Hann seg­ir að það sé ósann­gjarnt að kalla þá sem gagn­rýna Ísra­els­ríki og síon­ista gyðinga­hat­ara, eins og sum­ir gera.

Hann tek­ur þó enn og aft­ur fram að hann sé al­gjör­lega mót­fall­inn öll­um aðgerðum gegn óbreytt­um borg­ur­um og að FÍP sé búið að for­dæma hryðju­verk­in 7. októ­ber. Hann kveðst þó ekki sátt­ur við að for­dæm­ing­ar stjórn­valda Íslands hafi aðeins beinst að Ham­as. Hefði hann viljað sjá for­dæm­ingu á Ísra­el.

Í umræðu um Ísra­el gríp­ur Hjálmtýr orðið af blaðamanni er hann not­ar orðið „hryðju­verka­sam­tök“ til að lýsa Ham­as og seg­ir Hjálmtýr þá meðal ann­ars:

„Er ekki sagt að frels­is­hetja eins sé hryðju­verkamaður ann­ars?“

Hald­inn var sam­töðufund­ur í gær á veg­um FÍP og seg­ir Hjálmtýr að hátt í þúsund manns hafi mætt. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert