Vill fjölga eftirlitsstörfum á landsbyggðinni

Ármann Kr. Ólafsson, formaður starfshópsins kynnir skýrsluna í dag.
Ármann Kr. Ólafsson, formaður starfshópsins kynnir skýrsluna í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ármann Kr. Ólafs­son, formaður starfs­hóps um fyr­ir­komu­lag eft­ir­lits með holl­ustu­hátt­um og meng­un­ar­vörn­um og mat­væl­um, tel­ur að fjölga eigi eft­ir­lits­störf­um á lands­byggðinni þar sem vant­ar fólk í til­tek­in verk­efni.

Ármann kynnti skýrslu starfs­hóps­ins í dag.

Sum staðar und­ir­mönnuð

Ármann seg­ir starfs­hóp­inn hafa kynnst því í sinni vinnu að sum heil­brigðis­eft­ir­lit úti á landi séu und­ir­mönnuð.

„Það er aug­ljóst í ljósi þeirra verk­efna sem þarf að leysa að það þarf auk­in mann­fjölda og ég held að það fari lang­best á því að fjölga störf­um á þeim stöðum þar sem vant­ar fólk í til­tek­in verk­efni.“

Seg­ir hann í sam­tali við mbl.is að til dæm­is sé að verða mikið um­leikis í fisk­eldi og að all­ir geti verið sam­mála því að eft­ir­lits­hlut­verkið þar þurfi að bæta og efla.

„Þá fynd­ist mér aug­ljóst, án þess að ég hafi nokkuð um það að segja í sjálfu sér, að það gef­ur tæki­færi til þess að hafa slík störf til dæm­is á Vest­fjörðum og Aust­fjörðum. Þannig finnst mér ein­boðið að það þarf að fjölga störf­um úti á landi.“

Eng­inn miss­ir vinn­una

Seg­ir Ármann að hann hafi und­ir­strikað að niðurstaða starfs­hóps­ins sé sú að öll störf­in þurfi að vinna og þess vegna missi eng­inn starfið sitt.

„Útgangspunkt­ur­inn er kannski í tveim­ur orðum: Ein­fald­ara Ísland. Þess­ar til­lög­ur eru fyrst og fremst til­lög­ur að því að ein­falda þetta flókna um­hverfi sem er bæði hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um og 11 stofn­an­ir sjá um í dag með því að fara með það á eitt stjórn­sýslu­stig og að tvær stofn­an­ir sjái um verk­efn­in.“

Þetta er til­laga um breyt­ingu á kerf­inu að sögn Ármanns sem seg­ir að svo eigi auðvitað eft­ir að út­færa það sem sé í raun­inni risa­stórt verk­efni sem kalli á mikið frek­ara sam­ráð. Seg­ir hann þá vinnu í raun­inni að hefjast núna.

Ármann og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra spjalla …
Ármann og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra spjalla við fund­ar­gesti að fundi lokn­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ein­falda lagaum­hverfi og slaka á kröf­um

Ármann seg­ir að til­lög­ur starfs­hóps­ins taki einnig á því að ein­falda laga­bálka og minnka kröf­ur gagn­vart litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um.

„Það þarf að meta um­fang verk­efna út­frá áhættu þannig að við erum líka að leggja til að um­hverfi at­vinnu­lífs­ins verði gert ein­fald­ara og þægi­legra um leið og við mun­um nota upp­lýs­inga­tækni mun meira til að leysa ein­stök verk­efni,“ seg­ir hann.

Hann seg­ist binda von­ir við að hægt verði að nýta lög­gild­ar skoðun­ar­stof­ur í meira mæli og seg­ir að það þurfi að fara vel ofan í þá vinnu.

„Það get­ur þá hugs­an­lega líka komið lands­byggðinni vel með því að færa verk­efni skoðun­ar­stöðva út á lands­byggðina þar sem það á við.“

Eitt öfl­ugt upp­lýs­inga­kerfi grund­vallar­for­senda

Að lok­um nefn­ir Ármann mik­il­vægi þess að koma á lagg­irn­ar nýju upp­lýs­inga­kerfi fyr­ir allt eft­ir­lit.

„Það þarf að vera eitt öfl­ugt upp­lýs­inga­kerfi en í dag er verið að nota nokk­ur slík. Það er mik­il vinna sem mun fara í það og það mun kosta og það er al­gjör grund­vallar­for­senda fyr­ir því að þessi heild­ar­end­ur­skipu­lagn­ing nái í gegn og það sé hægt að vinna með hana sem slíka.

Þegar það er komið í gegn vil ég meina að það ásamt ýms­um lausn­um varðandi upp­lýs­inga­tækn­ina skili sér í hagræðingu í bæði sparnaði og ein­fald­ara starfs­um­hverfi fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert