Loftslagsbreytingar byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum á Íslandi

Loftslagsvá er viðfangsefni samfélagsins alls og forðast þarf andvaraleysi gagnvart …
Loftslagsvá er viðfangsefni samfélagsins alls og forðast þarf andvaraleysi gagnvart áhættunni, að því er segir í skýrslunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórða sam­an­tekt­ar­skýrsla vís­inda­nefnd­ar, sem fjall­ar um um­fang og af­leiðing­ar hnatt­rænna lofts­lags­breyt­inga og áhrif þeirra á Íslandi, staðfest­ir, svo ekki verður um villst, að lofts­lags­breyt­ing­ar eru byrjaðar að breyta nátt­úrufari og lífs­skil­yrðum fólks á Íslandi með vax­andi áskor­un­um fyr­ir efna­hag, sam­fé­lag og nátt­úru.

Þörf á um­bylt­ingu í lífs­hátt­um

„Til að tryggja að þær áskor­an­ir verði ekki meiri en við er ráðið þarf um­bylt­ingu í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una. Þar gegna stjórn­völd, at­vinnu­líf og stefnu­mót­end­ur lyk­il­hlut­verki. Draga þarf úr los­un eins hratt og unnt er og aðlaga sam­fé­lagið þannig að það ráði við álagið. Lofts­lags­vá er viðfangs­efni sam­fé­lags­ins alls og forðast þarf and­vara­leysi gagn­vart áhætt­unni,“ að því er fram kem­ur í skýrsl­unni, sem er kynnt í dag. 

Loftslagsbreytingar hafa haft umtalsverð áhrif á náttúru Íslands, s.s. afkomu …
Lofts­lags­breyt­ing­ar hafa haft um­tals­verð áhrif á nátt­úru Íslands, s.s. af­komu jökla, vatnafar, líf­ríki á landi og aðstæður í sjó. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Veðurfar og nátt­úruaðstæður verði án for­dæma í lok ald­ar­inn­ar

Tekið er fram, að lofts­lags­breyt­ing­ar hafi haft um­tals­verð áhrif á nátt­úru Íslands, s.s. af­komu jökla, vatnafar, líf­ríki á landi og aðstæður í sjó. Veðurfar og nátt­úruaðstæður á land­inu og í haf­inu um­hverf­is það verði í lok ald­ar­inn­ar án for­dæma frá upp­hafi byggðar á Íslandi. Súrn­un sjáv­ar og hlýn­un muni breyta um­hverfisaðstæðum og út­breiðslu­svæðum teg­unda í hafi.

Súrnun sjávar og hlýnun munu breyta umhverfisaðstæðum og útbreiðslusvæðum tegunda …
Súrn­un sjáv­ar og hlýn­un munu breyta um­hverfisaðstæðum og út­breiðslu­svæðum teg­unda í hafi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lofts­lags­vand­inn efna­hags­mál

„Um­tals­verð áhrif lofts­lags­breyt­inga á at­vinnu­vegi, upp­byggða innviði og efna­hag skapa veru­leg­ar áskor­an­ir jafn­vel í geir­um þar sem viðbrögð við hlýn­un geta haft já­kvæð áhrif í för með sér. Sjáv­ar­stöðubreyt­ing­ar og auk­in nátt­úru­vá geta aukið sam­fé­lags­legt tjón og áhrif lofts­lags­breyt­inga er­lend­is skapað um­tals­verða kerf­isáhættu hér­lend­is, t.d. með áhrif­um á aðfanga­keðjur, fæðuör­yggi og lýðheilsu. Lofts­lags­breyt­ing­ar eru tal­in ein stærsta heilsu­far­sógn sem mann­kynið stend­ur frammi fyr­ir,“ seg­ir í skýrsl­unni. 

Þá kem­ur fram, að lofts­lags­vand­inn sé efna­hags­mál sem muni hafa áhrif á verðlag, fjár­mála­stöðug­leika og ör­yggi fjár­mála­kerf­is­ins. Aðlög­un að og viðbrögð við lofts­lags­breyt­ing­um hafi í för með sér áskor­an­ir sem krefj­ist um­bylt­ing­ar í neyslu, iðnaði og tækni. Áhrif lofts­lags­breyt­inga nái meðal ann­ars til fé­lags­legra innviða, menn­ing­ar, sjálfs­mynd­ar þjóðar og veki upp siðferðileg­ar spurn­ing­ar gagn­vart öðrum þjóðum, kom­andi kyn­slóðum og vist­kerf­um

Í skýrslunni segir að loftslagsvandinn sé efnahagsmál sem muni hafa …
Í skýrsl­unni seg­ir að lofts­lags­vand­inn sé efna­hags­mál sem muni hafa áhrif á verðlag, fjár­mála­stöðug­leika og ör­yggi fjár­mála­kerf­is­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert