Fraktflugvél gat ekki lent í Keflavík

BlueBird Nordic-vél sem átti að lenda í Keflavík lenti á …
BlueBird Nordic-vél sem átti að lenda í Keflavík lenti á Akureyri. Ljósmynd/Gunnar Flóvenz

Fraktflugvél frá flugfélaginu BlueBird Nordic, sem var á leið frá Billund í Danmörku til Íslands, gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli í morgun sökum veðurs og lenti vélin á Akureyri á níunda tímanum.

„Flugstjóri vélarinnar tók þá ákvörðun að lenda vélinni á Akureyri frekar en í Keflavík og ég geri ráð fyrir því að hann hafi tekið þessa ákvörðun sökum veðurs í Keflavík,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is.

Mikil röskun er á flugi vegna veðurs en gul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Suðurland og miðhálendið fram á kvöld. Brottförum frá Keflavík hefur ýmist verið frestað eða þeim aflýst fram eftir degi og sömu sögu er að segja um flug frá Reykjavíkurflugvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert