Dagskrá um allt land

Fjölmargar konur mættu á Arnarhól með mótmælaskilti á Kvennafrídeginum árið …
Fjölmargar konur mættu á Arnarhól með mótmælaskilti á Kvennafrídeginum árið 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Konur og kvár um allt land leggja niður launuð sem ólaunuð störf í heilan dag á þriðjudag, til að mótmæla vanmati á störfum sínum og faraldri kynbundins og kynferðislegs ofbeldis.

Skipulögð hefur verið dagskrá allan daginn og um allt land.

Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís. Þá lögðu 90% kvenna niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. 

Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út árið 1975, svo árin 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018.

Skilaboð kvenna á Arnarhóli árið 2018.
Skilaboð kvenna á Arnarhóli árið 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Una Torfa leiðir fjöldasöng

Í tilefni dagsins er skipulögð dagskrá um land allt: á Akureyri, Neskaupstað, Egilsstöðum, Dalvík, Höfn, Húsavík, Blönduós, Sauðárkrók, Patreksfirði, Hvammstanga, Ísafirði, Raufarhöfn, Reykjavík, Stykkishólmi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Vík og Drangsnesi.

Meðal annars verður farið í morgunhressingargöngur, haldnir baráttufundir og boðið í skiltagerð og danspartí.

Hápunktur dagsins verður þó baráttufundurinn á Arnarhóli sem hefst klukkan tvö. Meðal þeirra sem koma fram eru Ragga Gísla og Sóðaskapur en Una Torfadóttir mun auk þess leiða fjöldasöng. 

Upplýsingar um viðburði dagsins má nálgast á heimasíðu Kvennaverkfallsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert