Embættisbústaður Biskups Íslands í Reykjavík verður aflagður, verði tillaga sem lögð hefur verið fyrir kirkjuþing samþykkt. Embættisbústaður biskups hefur um langan aldur staðið við Bergstaðastræti 75. Kirkjuþing verður sett nk. laugardag.
Í tillögunni er mælt fyrir um að þjóðkirkjan leggi vígslubiskupunum á Hólum og í Skálholti til embættisbústaði í umdæmum hvors um sig, en þar er að engu getið um embættisbústað biskups Íslands.
Í greinargerð með tillögunni kemur fram að flutningsmenn hennar telji rétt og tímabært að leggja af embættisbústað biskups Íslands. Engin sjáanleg rök séu fyrir því að biskup Íslands þurfi embættisbústað frekar en aðrir vígðir þjónar á höfuðborgarsvæðinu. Enginn embættismaður ríkisins hafi þar embættisbústað, utan forseta Íslands.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.