Guðlaugur vill menningarminjar í öndvegi

Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- umhverfis og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- umhverfis og loftslagsráðherra. mbl.is/Hákon

Minjavernd á Íslandi er fjársvelt og ríkið þarf að tryggja málaflokkinum frekara fjármagn. Þetta er meðal helstu niðurstaða í nýrri skýrslu um minjavernd á Íslandi. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, vill sjá menningarminjar í öndvegi.

Í skýrslunni kemur einnig fram að svokallaðar nýminjar, þá meðal annars minjar frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar, njóta ekki nægilegrar verndunar og viðhalds. 

Í janúar á þessu ári skipaði Guðlaugur starfshóp, til þess að greina stöðu minjaverndar og mögulegar úrbætur.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fór með formennsku starfshópsins og kynnti skýrsluna á opnum fundi í Hannesarholti fyrr í dag. 

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hákon

Hefðu átt að gera betur 

„Í fyrsta lagi er ég mjög ánægður með skýrsluna, hún er mjög vel unnin og margir hafa komið að henni. Hún er yfirgripsmikil, því þetta er málaflokkur sem er ekki einungis mjög mikilvægur heldur eru einnig mjög, mjög mörg verkefni fram undan,“ segir Guðlaugur.

„Það er alveg ljóst að við hefðum getað gert betur [í málaflokknum], en við breytum því ekki. Markmiðið er að gera betur og þetta er góður grunnur til að byggja á og það er gott að finna sóknarhug í þessari skýrslu og frá því fólki sem þekkir málaflokkinn best,“ segir hann enn fremur. 

Gerist ekki á einum degi

Guðlaugur segir að skýrslan kalli á viðbrögð af hálfu ráðuneytisins.

„Það eru mikið af ábendingum sem þarf að bregðast við og það er mjög mikilvægt að núna þegar við förum í þinglagameðferð með frumvörpin að menningarminjar verði þar í öndvegi og sömuleiðis að við bætum úr því sem við þurfum að bæta úr sem er fjölmargt og verður ekkert gert á einum degi, en við verðum að byrja“.

Aðalstræti 10 er friðlýst, enda elsta hús miðborgarinnar og næst …
Aðalstræti 10 er friðlýst, enda elsta hús miðborgarinnar og næst elsta hús Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert