Skyndimótmæli eftir að Ísland sat hjá

Allmargir mótmæltu fyrir utan utanríkisráðuneytið fyrr í dag.
Allmargir mótmæltu fyrir utan utanríkisráðuneytið fyrr í dag. mbl.is/Óttar

Félagið Ísland-Palestína boðaði til skyndimótmæla síðdegis í dag, eftir að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Mótmæli hófust klukkan þrjú eftir hádegi og 15.00 fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag og síðan var gengið þaðan niður að Alþingishúsinu. Félagið efndi einnig til mótmæla fyrir utan ráðherrabústaðinn í gær. 

Sveinn Rún­ar Hauks­son, lækn­ir og fyrr­ver­andi formaður fé­lags­ins Ísland-Palestína.
Sveinn Rún­ar Hauks­son, lækn­ir og fyrr­ver­andi formaður fé­lags­ins Ísland-Palestína. mbl.is/Óttar

„Í þrjár vikur hefur sprengjuregn Ísraels dunið á Gaza og drepið þúsundir saklausra borgara og barna. Nú hefur Ísrael hafið landárás inná Gaza og ríkistjórn Íslands hefur ekkert gert til að stöðva blóðbaðið, heldur situr hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza,“ segir í viðburðarlýsingu mótmælanna á Facebook.

Mótmæli fyrir utan utanríkisráðuneytið vegna hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um …
Mótmæli fyrir utan utanríkisráðuneytið vegna hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasaströndinni. mbl.is/Óttar

Blóð fórnarlamba á höndum íslensku ríkisstjórnarinnar

Í gær greindi mbl.is frá því að Ísland, ásamt 44 öðrum ríkj­um, hafi hjá er greidd voru at­kvæði um álykt­un Jórdan­íu um vopna­hlé á Gasa, í neyðar­um­ræðu á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna í dag. Ut­an­rík­is­ráðuneyt­ið seg­ir að Ísland hefði stutt álykt­un­ina ef breyt­ing­ar­til­laga Kan­ada, sem tók til grimmd­ar­verka Ham­as, hefði náð fram að ganga.

Ísland-Palestína hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún segir að afstaða íslensku ríkisstjórnarinnar í atkvæðagreiðslunni sýni að hún „fylgir algjörlega stefnu Bandaríkjanna“.

„Skömm íslensku ríkisstjórnarinnar er mikil – blóð fórnarlambanna er á höndum þeirra sem fylgja stefnu Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingunni.

Mótmæli fyrir utan utanríkisráðuneytið vegna hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um …
Mótmæli fyrir utan utanríkisráðuneytið vegna hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasaströndinni. mbl.is/Óttar
Mótmæli fyrir utan utanríkisráðuneytið vegna hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um …
Mótmæli fyrir utan utanríkisráðuneytið vegna hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasaströndinni. mbl.is/Óttar
Mótmæli fyrir utan utanríkisráðuneytið vegna hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um …
Mótmæli fyrir utan utanríkisráðuneytið vegna hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasaströndinni. mbl.is/Óttar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka