Menningararfur falinn í torfbæjum

Torfhleðsluminjar eru margar í Skagafirði enda nýttu Skagfirðingar torfið lengi …
Torfhleðsluminjar eru margar í Skagafirði enda nýttu Skagfirðingar torfið lengi til húsagerðar. Ljósmyndir/Byggðasafn Skagfirðinga

„Íslendingar virðast hafa mun meiri áhuga á að varðveita torfbæi en ég hélt,“ segir Sigríður Sigurðardóttir, lektor hjá Háskólanum á Hólum og fyrrverandi safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga til þrjátíu ára. Hún hefur kannað viðhorf til nytja- og minjagildis torfbygginga, áhuga á að nota torfbyggingar í ferðaþjónustu og hvernig gestir sem hafa skoðað torfbyggingar á Íslandi meta þær.

„Yngsta kynslóðin horfir svolítið öðrum augum á þessar torfbyggingar en þeir sem ólust upp í torfbæjum og af talsvert meiri rómantík. Áhugi þeirra er talsverður og það kom mér þó skemmtilega á óvart að eldri kynslóðin hefur ekki síður áhuga á að vernda þennan menningararf,“ segir Sigríður en bætir við að fólk sem svaraði könnun hennar hafi gert það af vilja og áhuga, sem gæti skýrt jákvæð viðbrögð þeirra.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert