Verðbólgan lækkar örlítið

Matarkarfan hækkaði um 1% á milli mánaða.
Matarkarfan hækkaði um 1% á milli mánaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 7,9% og lækkar örlítið milli mánaða, en í síðasta mánuði nam hún 8%. Tólf mánaða verðbólgan mældist þó lægri í júlí og ágúst þegar hún var 7,6% og 7,7% 

Greiningardeild Íslandsbanka spáði því að verðbólgan myndi haldast óbreytt í 8% milli mánaða og ekki taka að hjaðna fyrr en eftir áramót, en að þá myndi lækkunin vera nokkuð skörp.

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,60% milli mánaða og stendur nú í 603,5 stigum. Vísitalan án húsnæðis hækkar um 0,28% milli mánaða og stendur sú vísitala í 496,8 stigum.

Meðal þess sem hefur áhrif á breytingu vísitölunnar í þessum mánuði er verðhækkun upp á 1% á matvöru milli mánaða. Það hefur 0,14% áhrif á vísitöluna. Jafnframt hækkar kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) um 2%, en það hefur 0,38% áhrif á vísitöluna. Verð fyrir tómstundir og menningu hækkaði auk þess um 1% sem hefur 0,1% áhrif á vísitöluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert