Mismunar innflytjendum rafbíla

Dregið verður úr ívilnunum um áramótin.
Dregið verður úr ívilnunum um áramótin. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafbílum munu hafa í för með sér að þær munu aðeins eiga við bíla sem eru nýskráðir hér á landi.

Þetta kemur fram í bréfi lögmanns bílainnflytjanda en þar segir meðal annars að með breytingunum sé gert upp á milli stærri bílaumboða og smærri söluaðila á markaðinum.

„Þróun innan Evrópusambandsins og annarra EES-landa hefur undanfarna áratugi verið að sjálfstæðir bílasalar og innflytjendur hafa veitt hefðbundnum bílaumboðum aukna samkeppni … Þær reglur sem taka gildi við áramótin takmarka styrki sem sækja má um úr Orkusjóði vegna kaupa á rafmagnsbílum við „óskráða nýja rafbíla“. Verði slíkt ákvæði leitt í lög á Íslandi myndi það undanskilja alla rafbíla aðra en þá sem fluttir eru inn af bílaumboðum sjálfum,“ segir í bréfi lögmannsins.

Segir þar að nærri helmingur markaðarins með rafbíla sé nú í höndum sjálfstæðra innflytjenda og bílasala.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gerir líka athugasemdir við boðaðar breytingar á ívilnunum vegna rafbíla.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert