Fær hálfan milljarð í skattafrádrátt

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, á Eve Fanfest á síðasta …
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, á Eve Fanfest á síðasta ári. Ljósmynd/Brynjar Snær Þrastarson

Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP fær hæstu upp­hæðina í sér­stak­an skattafrá­drátt vegna ný­sköp­un­ar á þessu ári, eða sam­tals 500 millj­ón­ir í gegn­um fé­lög­in CCP ehf. og CCP Plat­form ehf. Hvort félag um sig fékk 250 milljónir. 

Þetta er meðal þess sem má lesa úr nýj­um töl­um sem Skatt­ur­inn birti nýverið um skattafrá­dráttinn.

Nox Medical, EpiEndo Pharmaceuticals, Landeldi og Sidekick Health fengu næst hæstu upphæðina, eða 350 milljónir hvert um sig. Coripharma fær þremur milljónum króna minna, eða 347 milljónir króna.

Skipta starfseminni í tvennt og fá meira

CCP skiptir starfsemi sinni í tvö félög og fær 250 í gegnum hvort þeirra, CCP ehf. fyrir útgáfu tölvuleikja og CCP platform vegna hugbúnaðargerðar.

Controlant fékk stærstu einstöku upphæðina á síðasta ári, alls 385 milljónir, en í ár fékk fyrirtækið 250 milljónir.

Mis­mun­andi er hversu mik­ill skattafrá­dráttur­inn get­ur verið eft­ir stærð fyr­ir­tækja, en hann nem­ur á þessu ári 35% í til­viki lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja, en 25% í til­viki stórra fyr­ir­tæka. Þau síðast­nefndu eru fyr­ir­tæki með yfir 250 starfs­menn.

Há­marks skattafrá­drátt­ur fyrir árið 2022 get­ur orðið 350 millj­ón­ir hjá litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um, en 250 millj­ón­ir hjá stór­um fyr­ir­tækj­um.

Skatt­ur­inn birt­ir lista yfir fjár­hæð skattafrá­drátt­ar­ins hjá fyr­ir­tækj­um sem fá sem nem­ur yfir 500 þúsund evr­ur á ári, eða um 75 millj­ón­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert