Palestínskum ráðherra heitt í hamsi

Birgir ræddi við Moussa Hadid, varaforseta palestínska þjóðarráðsins, í Ramallah …
Birgir ræddi við Moussa Hadid, varaforseta palestínska þjóðarráðsins, í Ramallah á fimmtudag. Ljósmynd/Aðsend

„Ráðherranum var heitt í hamsi og á köflum var fundurinn tilfinningaþrunginn,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið. Birgir er staddur í Ísrael á eigin vegum til að kynna sér ástand mála á átakasvæðinu í Mið-Austurlöndum.

„Ég átti í gær [fyrradag] tvo fundi, annan með varautanríkisráðherra Palestínu, Amal Jadou Shakaa, og hinn með varaforseta palestínska þjóðarráðsins, Moussa Hadid,“ segir Birgir og nefnir að Amal Jadou Shakaa hafi sagt stöðuna mjög alvarlega og lagt ríka áherslu á að árásum Ísraels á Gasa yrði að linna og vopnahléi eða mannúðarhléi yrði tafarlaust komið á.

„Blóðbaðinu yrði að ljúka, þetta væri brjálæði,“ hafði Birgir Þórarinsson eftir henni. 

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert