Palestínskum ráðherra heitt í hamsi

Birgir ræddi við Moussa Hadid, varaforseta palestínska þjóðarráðsins, í Ramallah …
Birgir ræddi við Moussa Hadid, varaforseta palestínska þjóðarráðsins, í Ramallah á fimmtudag. Ljósmynd/Aðsend

„Ráðherr­an­um var heitt í hamsi og á köfl­um var fund­ur­inn til­finn­ingaþrung­inn,“ seg­ir Birg­ir Þór­ar­ins­son alþing­ismaður í sam­tali við Morg­un­blaðið. Birg­ir er stadd­ur í Ísra­el á eig­in veg­um til að kynna sér ástand mála á átaka­svæðinu í Mið-Aust­ur­lönd­um.

„Ég átti í gær [fyrra­dag] tvo fundi, ann­an með var­aut­an­rík­is­ráðherra Palestínu, Amal Jadou Shakaa, og hinn með vara­for­seta palestínska þjóðarráðsins, Moussa Hadid,“ seg­ir Birg­ir og nefn­ir að Amal Jadou Shakaa hafi sagt stöðuna mjög al­var­lega og lagt ríka áherslu á að árás­um Ísra­els á Gasa yrði að linna og vopna­hléi eða mannúðar­hléi yrði taf­ar­laust komið á.

„Blóðbaðinu yrði að ljúka, þetta væri brjálæði,“ hafði Birg­ir Þór­ar­ins­son eft­ir henni. 

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert