„Þarf að upphefja starfsheitið bóndi“

Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kannast vel við það að umræða um bændur hefur oft á tíðum verið neikvæð. „Ein vinkona mín vill helst drepa Magnús bónda. Kannastu við hann?“ spyr hún og vísar til persónunnar sem Laddi skapaði og kynnti til leiks fyrir mörgum árum. Magnús þessi var illa til reika og á fátt sameiginlegt með því fólki sem stundar matvælaframleiðslu í sveitum landsins. Hann lifir hins vegar góðu lífi í hugum þjóðarinnar.

Vigdís Häsler segir nauðsynlegt að upphefja starfsheitið bóndi og viðurkennir að neikvæð umræða hafi verið lengi við líði um atvinnugreinina. Hún telur líka að margir stjórnmálamenn hafi ekki mikinn áhuga á landbúnaði þó svo að til séu einstaklingar á þingi sem brenni fyrir greinina. Hún minnir á að bændur eru á hverjum degi að vinna við fæðuöryggi þjóðarinnar.

Vigdís er gestur Dagmála í dag og ræðir þar ýmis mál sem tengjast bændastéttinni. Hiti og þungi þáttarins fer í að kryfja það neyðarástand sem blasir við í landbúnaði. Vigdís kallar eftir bráðaaðgerðum til að bregðast við stöðunni.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert