Drápu alla sem á vegi þeirra urðu

„Á samyrkjubúinu bjuggu rúmlega 700 manns. Þetta var eins og …
„Á samyrkjubúinu bjuggu rúmlega 700 manns. Þetta var eins og lítið sveitarfélag. Palestínumenn frá Gasa komu daglega til að vinna á búinu og blönduðu um leið geði við heimamenn, sem litu á þá sem vini sína. Hinn 7. október klukkan 06.29 breyttist allt,“ segir Birgir.

„Á hvíld­ar­degi gyðinga fóru loft­varn­ar­f­laut­ur í gang og eld­flauga­árás fylgdi. Skömmu síðar heyrðist mik­il skot­hríð,“ seg­ir Birg­ir Þór­ar­ins­son alþing­ismaður sem stadd­ur er í Ísra­el til að kynna sér aðstæður í land­inu eft­ir árás hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as á óbreytta borg­ara.

„Á hvíldardegi gyðinga fóru loftvarnarflautur í gang og eldflaugaárás fylgdi. …
„Á hvíld­ar­degi gyðinga fóru loft­varn­ar­f­laut­ur í gang og eld­flauga­árás fylgdi. Skömmu síðar heyrðist mik­il skot­hríð,“ seg­ir Birg­ir Þór­ar­ins­son alþing­ismaður sem stadd­ur er í Ísra­el til að kynna sér aðstæður í land­inu eft­ir árás hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as á óbreytta borg­ara.

Heim­sótti sam­yrkju­búið Kfar Aza skammt frá Gasa

Með þess­um orðum lýs­ir Birg­ir upp­lif­un sinni eft­ir heim­sókn sína á sam­yrkju­búið Kfar Aza í Ísra­el og sam­töl við heima­menn, en sam­yrkju­búið er skammt frá landa­mær­un­um við Gasa. Birg­ir er þar stadd­ur með hópi þing­manna Evr­ópu­sam­bands­ins sem átt hef­ur fundi með bæði palestínsk­um og ísra­elsk­um ráðamönn­um, en Birg­ir sagði frá fund­um sín­um með palestínsk­um framá­mönn­um í Morg­un­blaðinu sl. laug­ar­dag.

„Litu á þá sem vini sína“

Birg­ir seg­ir að íbú­ar sam­yrkju­bús­ins Kfar Aza séu friðarsinn­ar sem hafi viljað auka sam­starf og sam­skipti við íbúa Gasa. Tjáðu þeir hon­um að uppi hefðu verið hug­mynd­ir um að byggja upp toll­frjálst svæði milli þeirra og Gasa þar sem Ísra­el­ar og Gasa­bú­ar gætu unnið sam­an.

„Á sam­yrkju­bú­inu bjuggu rúm­lega 700 manns. Þetta var eins og lítið sveit­ar­fé­lag. Palestínu­menn frá Gasa komu dag­lega til að vinna á bú­inu og blönduðu um leið geði við heima­menn, sem litu á þá sem vini sína. Hinn 7. októ­ber klukk­an 06.29 breytt­ist allt,“ seg­ir Birg­ir, en þá réðust Ham­asliðar á þetta sam­fé­lag með af­leiðing­um sem enn sér ekki fyr­ir end­ann á.

Birgir Þórarinsson alþingismaður.
Birg­ir Þór­ar­ins­son alþing­ismaður.

Af­höfðuðu ung­barn

„Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Kon­ur, ung­börn og eldra fólk. Brenndu fjöl­skyld­ur lif­andi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu kon­ur á hár­inu, nauðguðu og drápu, ým­ist með byssu­skot­um eða stór­um hníf­um. Þeir af­höfðuðu ung­barn og hef­ur höfuð þess ekki fund­ist. Eft­ir eina klukku­stund lágu 52 í valn­um og 20 er saknað. Við geng­um um þetta litla bæj­ar­fé­lag og sáum vett­vang hömlu­lausr­ar illsku, vett­vang þar sem dauðinn vof­ir yfir öllu. Storknaðir blóðpoll­ar í barna­rúm­um. Sund­ur­skot­in hús og brennd. Vett­vang sem vart er hægt að lýsa sök­um hryll­ings. Þetta var vett­vang­ur þar sem fugl­ar him­ins­ins flúðu burt,“ seg­ir Birg­ir.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert