Drápu alla sem á vegi þeirra urðu

„Á samyrkjubúinu bjuggu rúmlega 700 manns. Þetta var eins og …
„Á samyrkjubúinu bjuggu rúmlega 700 manns. Þetta var eins og lítið sveitarfélag. Palestínumenn frá Gasa komu daglega til að vinna á búinu og blönduðu um leið geði við heimamenn, sem litu á þá sem vini sína. Hinn 7. október klukkan 06.29 breyttist allt,“ segir Birgir.

„Á hvíldardegi gyðinga fóru loftvarnarflautur í gang og eldflaugaárás fylgdi. Skömmu síðar heyrðist mikil skothríð,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður sem staddur er í Ísrael til að kynna sér aðstæður í landinu eftir árás hryðjuverkasamtakanna Hamas á óbreytta borgara.

„Á hvíldardegi gyðinga fóru loftvarnarflautur í gang og eldflaugaárás fylgdi. …
„Á hvíldardegi gyðinga fóru loftvarnarflautur í gang og eldflaugaárás fylgdi. Skömmu síðar heyrðist mikil skothríð,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður sem staddur er í Ísrael til að kynna sér aðstæður í landinu eftir árás hryðjuverkasamtakanna Hamas á óbreytta borgara.

Heimsótti samyrkjubúið Kfar Aza skammt frá Gasa

Með þessum orðum lýsir Birgir upplifun sinni eftir heimsókn sína á samyrkjubúið Kfar Aza í Ísrael og samtöl við heimamenn, en samyrkjubúið er skammt frá landamærunum við Gasa. Birgir er þar staddur með hópi þingmanna Evrópusambandsins sem átt hefur fundi með bæði palestínskum og ísraelskum ráðamönnum, en Birgir sagði frá fundum sínum með palestínskum framámönnum í Morgunblaðinu sl. laugardag.

„Litu á þá sem vini sína“

Birgir segir að íbúar samyrkjubúsins Kfar Aza séu friðarsinnar sem hafi viljað auka samstarf og samskipti við íbúa Gasa. Tjáðu þeir honum að uppi hefðu verið hugmyndir um að byggja upp tollfrjálst svæði milli þeirra og Gasa þar sem Ísraelar og Gasabúar gætu unnið saman.

„Á samyrkjubúinu bjuggu rúmlega 700 manns. Þetta var eins og lítið sveitarfélag. Palestínumenn frá Gasa komu daglega til að vinna á búinu og blönduðu um leið geði við heimamenn, sem litu á þá sem vini sína. Hinn 7. október klukkan 06.29 breyttist allt,“ segir Birgir, en þá réðust Hamasliðar á þetta samfélag með afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á.

Birgir Þórarinsson alþingismaður.
Birgir Þórarinsson alþingismaður.

Afhöfðuðu ungbarn

„Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Konur, ungbörn og eldra fólk. Brenndu fjölskyldur lifandi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu konur á hárinu, nauðguðu og drápu, ýmist með byssuskotum eða stórum hnífum. Þeir afhöfðuðu ungbarn og hefur höfuð þess ekki fundist. Eftir eina klukkustund lágu 52 í valnum og 20 er saknað. Við gengum um þetta litla bæjarfélag og sáum vettvang hömlulausrar illsku, vettvang þar sem dauðinn vofir yfir öllu. Storknaðir blóðpollar í barnarúmum. Sundurskotin hús og brennd. Vettvang sem vart er hægt að lýsa sökum hryllings. Þetta var vettvangur þar sem fuglar himinsins flúðu burt,“ segir Birgir.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert