„Geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, …
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Samsett mynd

Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands, ger­ir at­huga­semd­ir við orð Dóru Bjart­ar Guðjóns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Pírata, á fund­ir borg­ar­stjórn­ar í gær. Seg­ir hún að orð Dóru geti bein­lín­is grafið und­an fjöl­miðlafrelsi, en Dóra gagn­rýndi þar meðal ann­ars um­fjöll­un mbl.is og Morg­un­blaðsins um fjár­hags­mál borg­ar­inn­ar og setti það í sam­hengi við út­greiðslu rík­is­styrkja til einka­rek­inna miðla.

Í færslu á Face­book seg­ir Sig­ríður að hún geri ekki at­huga­semd­ir við að regl­ur um út­hlut­un fjöl­miðlastyrkja séu gagn­rýnd­ar og að hverj­um sem er sé frjálst að finna að efnis­tök­um eða nálg­un ein­stakra fjöl­miðla.

Mér finnst hins veg­ar at­hug­un­ar­vert að tengja þetta tvennt sam­an og tel að slíkt geti bein­lín­is grafið und­an fjöl­miðlafrelsi. Það er al­gjör for­senda op­in­berra styrkja til fjöl­miðla að þeir séu án allra póli­tískra af­skipta og að regl­ur um þá séu gagn­sæj­ar og sann­gjarn­ar svo þær upp­fylli mark­mið þeirra, sem er að efla frjálsa fjöl­miðla í þágu lýðræðis,“ seg­ir Sig­ríður í færsl­unni.

Á þessi gagn­rýni Sig­ríðar ræt­ur sín­ar að rekja til orða Dóru í gær á borg­ar­stjórn­ar­fundi þar sem fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar á næsta ári og áætl­un til næstu fimm ára var til umræðu.

Beindi gagn­rýni að Morg­un­blaðinu og mbl.is

Í ræðu sinni fór Dóra meðal ann­ars yfir um­fjöll­un sem hef­ur verið um fjár­mál borg­ar­inn­ar og beindi orðum sín­um að Morg­un­blaðinu.

„Enda er áróður­inn gegn borg­inni, sér í lagi þegar kem­ur að fjár­hags­legri getu henn­ar og getu meiri­hlut­ans til að fara með fjár­mála­stjórn risa­vax­inn. Og hann held­ur alltaf áfram. Eft­ir að Frétta­blaðið datt upp fyr­ir hef­ur Morg­un­blaðið fengið enn meira svig­rúm til að stjórna umræðunni þegar kem­ur að þeirri stans­lausu her­ferð gegn meiri­hlut­an­um í borg­inni með því mark­miði að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nái yf­ir­hönd­inni ein­hvern tím­ann aft­ur. Það er í raun risa­stórt lýðræðis­legt vanda­mál hvernig ástandið er á fjöl­miðlamarkaði í dag því al­menn­ing­ur fær kolskakka mynd af raun­veru­leik­an­um,“ sagði Dóra.

Fór hún því næst nán­ar yfir fjár­hags­stöðuna og gagn­rýndi fram­setn­ingu minni­hlut­ans þegar kæmi að gagn­rýni á fjár­mál borg­ar­inn­ar. Sagði hún um áróður að ræða. Aft­ur beindi hún svo orðum sín­um að Morg­un­blaðinu og mbl.is.

„Morg­un­blaðið dirfðist leng veli að vera með sér­stak­an und­ir­glugga á forsíðu mbl.is [inn­skot blm: knippi um tengd frétta­mál­efni] um fjár­hags­lega erfiðleika Reykja­vík­ur. Það er varla hægt að hugsa sér grímu­lausa póli­tíska stöðutöku. Finnst okk­ur þetta bara í lagi?“

Vill setja styrk­veit­ing­um skorður út frá um­fjöll­un

Sagði Dóra að hamrað væri á því að gefa upp skekkta og kolranga mynd af stöðu borg­ar­inn­ar og tengdi svo um­fjöll­un við fyrr­nefnda op­in­bera styrki til einka­rek­inna miðla.

„Samt end­ur­spegl­ar al­menn­ingsum­ræðan þetta mjög sjald­an vegna þess að um­fjöll­un­in er oft mjög ósann­gjörn og ekki í takti við staðreynd­ir, sér í lagi af hendi þeirra fjöl­miðla sem fylgja aug­ljósri póli­tískri stefnu sem snýr að því að sverta borg­ina til að flytja ábyrgð á stjórn borg­ar­inn­ar yfir í hend­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það er mjög mjög miður því það er raun­ar lýðræðis­legt vanda­mál.

Ég myndi vilja sjá fjöl­miðla sem fá yfir 100 millj­ón­ir rík­i­s­jóðskass­an­um og hæst­an styrk við sinn rekst­ur af öll­um einka­rekn­um fjöl­miðlum á Íslandi sýna af sér fag­legri og lýðræðis­legri vinnu­brögð. Ég myndi raun­ar halda að eðli­legt væri að það væri ein­hvers­kon­ar for­senda að sýna af sér hlut­leysi og styðja við lýðræðis­hlut­verk fjöl­miðla til að fá fé úr rík­is­sjóði inn í sinn rekst­ur ef þú spyrð mig.“

Friðjón Friðjóns­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins vakti at­hygli á um­mæl­un­um á sam­fé­lags­miðlum í gær og má sjá hluta af ræðu Dóru í mynd­band­inu sem fylg­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert