Gríðarlega mikilvægt að verja virkjunina

Víðir segir hagsmuni virkjunarinnar gríðarlega, ekki bara vegna kostnaðar heldur …
Víðir segir hagsmuni virkjunarinnar gríðarlega, ekki bara vegna kostnaðar heldur einnig fyrir samfélagið. Samsett mynd

„Hagsmunirnir sem eru undir að verja virkjunina í Svartsengi eru gríðarlegir, ekki bara kostnaðurinn við virkjunina sjálfa, heldur einnig þau samfélagslegu áhrif sem stöðvun hennar hefði,“ segir Víðir Reynisson, yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, spurður út í nauðsyn varnargarða.

„Bæði rafmagn og heitt og kalt vatn, sérstaklega heita vatnið er snúið að eiga við varaleiðir í því.“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því í kvöld að hún hefði í sam­ráði við al­manna­varn­ir, Verkís og fleiri sett vinn­u við varnargarða af stað í dag þrátt fyr­ir að frum­varp þess efn­is hafi ekki verið lagt fyr­ir þingið.  

Vinna hófst seinni partinn í dag

Víðir segir þau hafa byrjað síðdegis í dag að keyra inn efni og vélar á svæðið í kringum virkjunina.

„Ef ég man rétt eru þetta sex verktakar sem munu koma að þessu,“ segir Víðir. 

„Það tekur okkur samt talsverðan tíma að koma því efni sem við viljum áður en við förum af stað, þannig sjálfir varnargarðarnir fara kannski ekki af stað alveg í kvöld,“ segir hann enn fremur og heldur áfram:

„En svo erum við líka að fylgjast með þessari atburðarás sem er í gangi og hvort þurfi að reisa varnargarðana á öðrum stað en þar sem við höfðum áætlað að byrja. Þá færum við til það sem þarf til þess.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert