Frumvarpið samþykkt

Í frum­varp­inu seg­ir að mark­mið lag­anna sé að verja mik­il­væga …
Í frum­varp­inu seg­ir að mark­mið lag­anna sé að verja mik­il­væga innviði og aðra al­manna­hags­muni á Reykja­nesskaga fyr­ir hugs­an­leg­um elds­um­brot­um. Samsett mynd

Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga hefur verið samþykkt með 57 atkvæðum.

Frumvarpið, sem var lagt fyrir þingflokkana á laugardag, hefur verið til umræðu á Alþingi í dag.

Í frum­varp­inu seg­ir að mark­mið lag­anna sé að verja mik­il­væga innviði og aðra al­manna­hags­muni á Reykja­nesskaga fyr­ir hugs­an­leg­um elds­um­brot­um.

Munu lög­in gilda um nauðsyn­leg­ar fram­kvæmd­ir í þágu al­manna­varna á Reykja­nesskaga eft­ir því sem nán­ar grein­ir í ákvæðum lag­anna og fer rík­is­lög­reglu­stjóri með fram­kvæmd aðgerða sem tek­in er ákvörðun um á grund­velli laga þess­ara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert