Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga hefur verið samþykkt með 57 atkvæðum.
Frumvarpið, sem var lagt fyrir þingflokkana á laugardag, hefur verið til umræðu á Alþingi í dag.
Í frumvarpinu segir að markmið laganna sé að verja mikilvæga innviði og aðra almannahagsmuni á Reykjanesskaga fyrir hugsanlegum eldsumbrotum.
Munu lögin gilda um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna á Reykjanesskaga eftir því sem nánar greinir í ákvæðum laganna og fer ríkislögreglustjóri með framkvæmd aðgerða sem tekin er ákvörðun um á grundvelli laga þessara.