Myndskeið: Mótmæltu ástandinu á Gasa í Kringlunni

Um 70 manns komu saman í Kringlunni klukkan sex í dag og lögðust í gólfið í 20 mínútur. Margir hverjir breiddu yfir sig hvít lök, sum blóðug. Gjörningurinn var gerður í þeim tilgangi að vekja athygli á ástandinu á Gasasvæðinu.

Í samtali við mbl.is segir Sema Erla Serdar að skipuleggjendur gjörningsins sé hópur fólks sem „misbýður þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum og aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda“. 

40 manns breiddu yfir sig hvít lök og lögðust í …
40 manns breiddu yfir sig hvít lök og lögðust í gólfið í Kringlunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vildum með þessum gjörningi minna á það að á meðan flest okkar eru í sínu daglega amstri að þá er verið að drepa barna á hverjum 10 mínútum í Gasa,“ segir Sema.

„Þetta eru nokkur hundrað einstaklingar sem hafa látist á síðustu dögum og okkur fannst við þurfa að minna á það,“ bætir hún við.

Sema Erla Serdar.
Sema Erla Serdar. Ljósmynd/Aðsend

Engin sem setti sig upp á móti gjörningnum

Segir Sema kröfu hópsins m.a. vera þá að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísraelsríki og setji viðskiptabann á landið. Í tilkynningu til fjölmiðla varðandi gjörninginn segir: 

„Við krefjumst þess að Ísrael verði beitt viðskiptaþvingunum – enda eiga ríki sem fremja stríðsglæpi ekki að fá efnahagslegan stuðning til þess. Krafa okkar til Íslenskrar ríkisstjórnar er þessi: Setjið viðskiptabann á Ísrael. Slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Krefjist vopnahlés á alþjóðavettvangi – STRAX.“

Spurð hver viðbrögð gesta Kringlunnar hafi verið segir Sema að gjörningurinn hafi vissulega vakið athygli enda erfitt að komast hjá því. Hún viti ekki til neinna neikvæðra afskipta, en að sumir hafi vissulega reynt að leiða viðburðinn hjá sér. 

„Maður heyrði marga taka umræður, sérstaklega við börn og ungmenni sem voru þá í fylgd með fullorðnum og það var engin sem setti sig eitthvað upp á móti þessu,“ segir Sema.

Gjörningurinn fór fram í Kringlunni á háanna tíma í dag.
Gjörningurinn fór fram í Kringlunni á háanna tíma í dag. Samsett mynd/aðsendar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert