„Við setjum þetta ekki upp að ástæðulausu“

Ákvörðun vegagerðarinnar þess efnis að strika yfir heiti Grindavíkurbæjar hefur …
Ákvörðun vegagerðarinnar þess efnis að strika yfir heiti Grindavíkurbæjar hefur vakið hörð viðbrögð hjá mörgum. Samsett mynd

G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, kveðst skilja vel að Grind­vík­ing­ar séu viðkvæm­ir fyr­ir því að sjá yf­ir­strik­an­ir á heiti Grinda­vík­ur­bæj­ar á skilt­um Vega­gerðar­inn­ar. Þetta sé hins veg­ar gert til að tryggja raun­veru­lega veg­vís­un.

Pét­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að Vega­gerðin sé með til skoðunar að út­búa bráðabirgðaskilti ef til þess kem­ur að Grinda­vík­ur­veg­ur verði lokaður til lengri tíma.

Eins og mbl.is greindi frá þá ákvað Grind­vík­ing­ur­inn Smári Þórólfs­son að fjar­lægja yf­ir­strik­un á heiti bæj­ar­ins á einu skilti við Grinda­víkuraf­leggj­ara í dag. Hyggst hann halda verk­efn­inu áfram á morg­un.

Betra að strika yfir heitið held­ur en að breiða yfir skiltið

„Það er vand­kvæðum bundið að breiða al­veg yfir þetta og þá sést held­ur ekki að Grinda­vík sé þarna, þannig að ég held að það sé ekki betra fyr­ir þann sem finnst sárt að sjá þetta,“ seg­ir Pét­ur.

Hann seg­ir að yf­ir­stik­un­in hafi skilað ár­angri fyr­ir þá sem nýta sér vega­kerfið og þá sér­stak­lega fyr­ir ferðamenn, sem geta með yf­ir­stik­un­inni séð að eng­in ástæða er að keyra til Grinda­vík­ur.

„Þetta sýn­ir það að þarna er Grinda­vík, en að það er ekki op­inn veg­ur þangað,“ seg­ir Pét­ur að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert