Kort sem sýnir hættumat Veðurstofunnar

Kortið sem um ræðir.
Kortið sem um ræðir. Kort/Almannavarnir

Almannavarnir hafa birt kort sem sýnir hættumat Veðurstofu Íslands sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur til hliðsjónar við skipulagningu á verðmætabjörgun í Grindavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Búið er að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag.  

Vakin er athygli á því að þeir einir fá að fara inn í bæinn sem aðgerðastjórnin í Reykjanesbæ hefur haft samband við.

Aðkomuleið fyrir íbúa til verðmætabjörgunar í dag verður einungis um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert