Yfir 400 skjálftar frá miðnætti

Sundhnúkur og Hagafell liggja yfir kvikuganginum.
Sundhnúkur og Hagafell liggja yfir kvikuganginum. Kort/mbl.is

Um 430 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti á Reykjanesskaga, yfir kvikuganginum, enginn yfir tveimur að stærð.

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að skjálftavirkni hafi haldist stöðug.

„Virknin minnkaði örlítið um níuleytið í gærkvöldi en hefur svo haldist fremur stöðug og mælist nú mjög svipuð og hún hefur verið undanfarna sólarhringa,“ segir Einar og bætir við að nú mælist um 70 til 80 jarðskjálftar á klukkustund.

Hann segir engan gosóróa hafa mælst í nótt.

„Við höfum ekki orðið vör við neinn gosóróa og það er svipuð staða áfram á rauntíma GPS-mælingum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert