Fjöldi Grindvíkinga nýtir rýmri heimild í dag

Íbúar Grindavíkur voru mættir í röðina snemma í morgun og …
Íbúar Grindavíkur voru mættir í röðina snemma í morgun og ætluðu greinilega að nýta daginn vel, en þeir hafa frá 11 til 16 til að huga að eigum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talsverður fjöldi íbúa Grindavíkur lagði leið sína til bæjarins nú í morgun, en  Grindavík var fært niður af neyðarstigi á hættustig klukkan 11 í dag. Frá og með þeim tíma til klukkan 16 verður íbúum heimilt að sækja verðmæti og huga að eigum sínum, en einnig er áætlað að slíkt verði mögulegt á sama tíma næstu daga.

Myndaðist talsverð röð bíla á Suðurstrandarvegi á ellefta tímanum, en lögregla tók niður nafn þeirra sem voru á leið í bæinn.

Um eins gráðu frost er í Grindavík, en stillt og gott veður.

Lögreglan tók niður nafn allra sem fóru inn í bæinn.
Lögreglan tók niður nafn allra sem fóru inn í bæinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nokkur fjöldi var mættur strax fyrir 10 í morgun.
Nokkur fjöldi var mættur strax fyrir 10 í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert