Miklabraut í stokk eða göng

Svona stóðu framkvæmdir um síðustu mánaðamót.
Svona stóðu framkvæmdir um síðustu mánaðamót. Ljósmynd/NLSH

Fram kom á kynningarfundi um uppbyggingu í borginni á föstudag að nú sé ekki gert ráð fyrir mörgum íbúðum við fyrirhugaðan Sæbrautarstokk. Stokkurinn er hluti af fyrsta áfanga borgarlínu en hún mun aka yfir hann og umferðina og áfram yfir brú yfir Elliðaárvog og þaðan upp á Ártúnshöfða.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fjallaði á fundinum jafnframt um þau áform að setja hluta Miklubrautar í stokk. Samkvæmt fyrri kynningum stendur til að þétta byggð meðfram stokknum. Þar með talið við Safamýrina.

Dagur ræddi um hvernig borgarumhverfið breytist þegar Miklabraut fer í stokk eða göng.

„Þessi framtíð er kannski nær okkur heldur en fólk grunar eins og Sæbrautarstokkurinn sem tengist því að ná borgarlínunni yfir Elliðaárvoginn. Frumhönnun sýnir þó að það verður ekki hægt að byggja mikið ofan á þeim stokki,” sagði Dagur meðal annars í kynningu sinni.

Borgarstjóri kynnti þessi drög á fundi sl. föstudag.
Borgarstjóri kynnti þessi drög á fundi sl. föstudag. Teikning/Landslag/Arkís/Mannvit

Valkostirnir að skýrast

Spurður hvar áform um stokk standa varðandi Kringluna og Safamýrina segir Dagur að málin muni senn skýrast.

„Við eigum von því að valkostirnir varðandi stokk eða göng undir Miklubraut séu að skýrast núna í tengslum við uppfærslu samgöngusáttmálans. Það er eitt af mikilvægustu úrlausnarefnunum þar.“

– Þá fyrir áramót?

„Það hefur verið stefnt að því, já, en ég þori ekki að lofa neinni dagsetningu í því efni. Það getur skapað ákveðin tækifæri fyrir deiliskipulagið á Kringlusvæðinu en við höfum um nokkurra ára skeið verið með það á dagskrá að þróa þar íbúabyggð í samvinnu við Reiti og aðra hagsmunaaðila. Og það er fullur vilji til þess að fyrstu áfangarnir í því verkefni fari að líta dagsins ljós.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert