Samstaða um styttuna af séra Friðriki

Að sögn Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs, hlaut ákvörðunin einróma samþykki.
Að sögn Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs, hlaut ákvörðunin einróma samþykki. Samsett mynd

Ein­ar Þor­steins­son, formaður borg­ar­ráðs, seg­ir ákvörðun­ina um að fjar­lægja stytt­una af séra Friðriki Friðriks­syni sem stend­ur á horni Lækj­ar­götu og Amt­manns­stígs hafa hlotið ein­róma samþykki í ráðinu. 

Hann seg­ir það hvorki liggja fyr­ir hvenær stytt­an verði tek­in niður né hvað það verði sem komi í henn­ar stað. 

Unnið í sam­ráði við KFUM og KFUK 

Að sögn Ein­ars litu hug­mynd­ir um að fjar­lægja ætti stytt­una dags­ins ljós í kjöl­far há­værr­ar op­in­berr­ar umræðu og gagn­rýni inn­an sam­fé­lags­ins í garð séra Friðriks, en fyrr í haust sendi Guðmund­ur Magnús­son sagn­fræðing­ur frá sér nýja ævi­sögu séra Friðriks þar sem hann greindi frá því að séra Friðrik hefði leitað á ung­an dreng.  

„Til­lag­an hlaut ein­róma samþykki í borg­ar­ráði,“ seg­ir Ein­ar. „Við höf­um tekið okk­ur tíma til þess að vinna þetta mál vel í góðri sam­vinnu við KFUM og KFUK og óskuðum eft­ir því að þau kæmu inn á fund borg­ar­ráðs fyr­ir nokkr­um vik­um,“ bæt­ir Ein­ar við. 

Hann seg­ir sam­starfið með KFUM og KFUK hafa verið ein­lægt og gott.

„Við óskuðum eft­ir form­legri um­sögn frá þeim til þess að taka fyr­ir í ráðinu af því að það duld­ist eng­um að það var uppi umræða um það að stytt­an þyrfti að víkja.

Þau skiluðu síðan inn um­sögn þar sem þau segja að þegar að stytt­ur sem ætlað er að senda ákveðin skila­boð út í sam­fé­lagið eru farn­ar að senda önn­ur skila­boð út í sam­fé­lagið sé ekki óeðli­legt að þær víki. Þau höfðu mik­inn skiln­ing á þess­ari umræðu.“

Óljóst hvað komi í stað stytt­unn­ar

Ein­ar, sem er fylgj­andi ákvörðun­inni, seg­ist taka und­ir með KFUM og KFUK.

„Ég tek und­ir með þeim í þessu að í ljósi þess­ari umræðu hafi þýðing stytt­unn­ar breyst, bæði fyr­ir þá sem gáfu stytt­una á sín­um tíma og aðra, að þá sé ekki óeðli­legt að verða við þess­ari ósk að hún fari,“ seg­ir Ein­ar. 

Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær stytt­unni verður steypt af stalli, en þegar því er lokið verður henni fund­inn staður í lista­verka­geymsl­um Lista­safns Reykja­vík­ur. Að sögn Ein­ars er málið þó komið í ferli. 

„Það er ekki kom­in áætl­un um það [hvenær stytt­an verði tek­in niður], en borg­ar­ráð fól um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að út­færa til­lög­ur um það hvað kæmi í staðinn. Það er þá bara næsta skref að und­ir­búa það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert