Ærðust af fögnuði yfir hugmyndum borgarstjóra

Heimsókn forseta Íslands í Reykjavík - Unglingar í Breiðholti í …
Heimsókn forseta Íslands í Reykjavík - Unglingar í Breiðholti í Austurbergi. Guðni Th. Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borg­ar­stjóri ætl­ar í næsta mánuði að funda með full­trú­um nem­enda á ung­linga­stigi í Reykja­vík með það fyr­ir aug­um að skoða hvort rétt sé að hefja skólastarf síðar á morgn­ana.

Þetta til­kynnti hann á fundi með ung­ling­um í Breiðholti í gær, en þar var hann í för með Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, sem var í op­in­berri heim­sókn í Reykja­vík.

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri hóf er­indi sitt á að rifja upp að 37 ár væru liðin frá því for­seti Íslands kom síðast í op­in­bera heim­sókn til höfuðborg­ar­inn­ar.

Það væri því ábyrgðar­hluti að velja það sem ætti að sýna for­set­an­um. „Við vild­um hitta ung­ling­ana í Breiðholti því á þess­um degi erum við að sýna það sem við erum stolt af.“

Kær­ust­ur bæði í Neðra- og Efra-Breiðholti

Sagði hann ung­ling­ana geta verið stolta af starf­inu í skól­an­um, frí­stund­um og líf­inu í hverf­inu.

Rifjaði hann upp að sjálf­ur hefði hann verið al­inn upp í Árbæn­um, en verið með ann­an fót­inn í Breiðholti. „Ég veit að kon­an mín er með mér hérna, en ég átti síðan [ræsk­ir sig] kær­ust­ur, eina í Neðra-Breiðholti og aðra í Efra-Breiðholti,“ sagði Dag­ur og upp­skar bæði hlát­ur og fagnaðarlæti frá ung­ling­un­um.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði unglingana líka.
Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, ávarpaði ung­ling­ana líka. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Skrítið að skipu­lag skóla­starfs miðist ekki við lík­ams­klukk­una

Næst kom hann sér að aðal­atriði er­ind­is­ins og sagðist ætla að hitta full­trúa nem­enda í öll­um skól­um Reykja­vík­ur í des­em­ber á fjar­fundi. Sagði hann að þar þyrfti að ræða hvort hefja ætti skóla­starfið síðar á morgn­ana.

Við þess­ar fregn­ir ærðust nem­end­ur af fögnuði og voru gríðarleg fagnaðarlæti í sal Aust­ur­bergs.

Sagði Dag­ur það vera sér mikið hjart­ans mál að fólk svæfi leng­ur, sér­stak­lega ung­ling­ar. Þeir ættu það til að fara seinna að sofa en aðrir. „Skrítið að við höf­um skipu­lagt skól­ann og sam­fé­lagið þannig að ung­ling­ar þurfi að vakna fyrr en lík­ams­klukk­an seg­ir,“ bætti Dag­ur við.

Bað hann nem­end­ur um að nýta tím­ann fram í des­em­ber til að hugsa þetta og hvort þeir teldu það góða hug­mynd að færa skóla­starfið aðeins aft­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert