Langvarandi einkenni Covid-19 meðal íslenskra barna

Langvarandi einkenni Covid-19 hafa verið skoðuð meðal íslenskra barna.
Langvarandi einkenni Covid-19 hafa verið skoðuð meðal íslenskra barna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rann­sak­end­ur hafa skoðað langvar­andi ein­kenni Covid-19 í ís­lensk­um börn­um. Komust þeir að því að langvar­andi ein­kenni vegna sjúk­dóms­ins eru al­geng meðal þeirra og hafa áhrif á lífs­gæði barn­anna. 

Rann­sókn­in birt­ist á dög­un­um í The Pedi­at­ric In­fecti­ous Disea­se Journal.

Al­mennt eru áhrif kór­ónu­veirunn­ar væg­ari hjá börn­um en full­orðnum. Börn lenda yf­ir­leitt ekki á spít­ala og dán­artíðni er lág. Fáar rann­sókn­ir á langvar­andi ein­kenn­um vegna sjúk­dóms­ins hafa skoðað börn, einkum þau yngstu.

Í rann­sókn­inni voru 643 ís­lensk börn spurð út í 10 lík­am­leg og and­leg ein­kenni í kjöl­far kór­ónu­veiru­sýk­ing­ar. Var þeim fylgt eft­ir ári síðar. 

Börn sem höfðu sýkst af sjúk­dómn­um voru lík­legri til að upp­lifa eitt eða fleiri ein­kenn­anna sem skoðuð voru. Ein­kenni s.s. höfuðverk­ir, þreyta, hjart­slátt­ar­trufl­an­ir, önd­un­ar­erfiðleik­ar, ein­beit­ing­ar­skort­ur, svefnerfiðleik­ar, kvíði eða þung­lyndi og skort­ur á bragð- og lykt­ar­skyni voru skoðuð.

Meiri áhrif á ung­linga

Þreyta og ein­beit­ing­ar­skort­ur voru mæl­an­lega al­geng­ari í ung­ling­um. Ein­kenni virðast enn frem­ur hafa verið al­mennt meiri meðal ung­lings­stúlkna en ung­lings­drengja.

Ári eft­ir að rann­sókn­in hófst hafði um þriðjung­ur til­fella langvar­andi ein­kenna meðal barn­anna lækn­ast. Þau ein­kenni sem voru hvað mest viðvar­andi voru þreyta, kvíði og þung­lyndi. Sum­ir þátt­tak­end­ur höfðu þó þróað með sér ný og þrálát ein­kenni að ár­inu liðnu, svo sem vöðva­verki, höfuðverki og önd­un­ar­erfiðleika eða hósta.

Rann­sak­end­ur telja mik­il­vægt að skoða áhrif langvar­andi ein­kenna vegna Covid-19 á börn frek­ar og skoða fyr­ir­byggj­andi aðgerðir.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert