Skjálftar tengjast líklega niðurdælingu

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Sigurður Bogi

Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Hellisheiðarvirkjun og Skeggja í Hengli í dag.

Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, á jarðvakt Veðurstofu Íslands, er þetta niðurdælingarsvæði Orkuveitunnar og líklegt er að þessir smáskjálftar tengist því en ekki þeirri skjálftavirkni sem er í gangi á Reykjanesskaganum.

Sigríður segir að oft hafi komið jarðskjálftahrinur á Hengilssvæðinu frá því niðurdælingin byrjaði.

Aðeins meiri ró yfir þessu

Sigríður segir að dregið hafi mjög úr skjálftavirkninni á Reykjanesi. Hún segir að enn séu að mælast skjálftar á svæðinu en allir litlir.

„Það er aðeins meiri ró yfir þessu en það er ekki hægt að aflýsa neinu,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert