„Eigum við ekki bara að byrja með autt blað?“

Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, á Pengingamálafundi Viðskiptaráðs á fimmtudaginn.
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, á Pengingamálafundi Viðskiptaráðs á fimmtudaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gylfi Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Já­verks, tel­ur að reglu­verkið í kring­um skipu­lags- og bygg­inga­mál hafi flækst með hverju ár­inu. Hann sagðist vilja sjá kerfið end­ur­skrifað og að byrjað verði með autt blað.

„Af ein­hverj­um ástæðum erum við kom­in með kerfi sem ger­ir það að verk­um að allt tek­ur marg­falt lengri tíma og er þar af leiðandi miklu dýr­ara. Ég held að þetta flæk­ist með hverju ár­inu.

Við erum með eitt­hvað reglu­verk og erum alltaf að snýta við það. Það þarf kannski að bæta það eitt­hvað, og oft er verið að því, en það end­ar með að við erum kom­in með svo stórt og þungt kerfi að það er bara hætt að þjóna til­gangi sín­um,“ seg­ir Gylfi.

Gylfi tók þátt í pall­borðsum­ræðum á Pen­inga­mála­fundi Viðskiptaráðs á Hilt­on Reykja­vík Nordica á fimmtu­dag­inn. mbl.is tók Gylfa tali að lokn­um fund­in­um.

Hætt að þjóna til­gangi sín­um

Gylfi sagði þetta aukna flækj­u­stig reglu­verks­ins ekki endi­lega hafa skilað sér í betra skipu­lagi og hvorki betri bygg­ing­um né meiri neyt­enda­vernd.

Hann sagði að ein­hverj­ir starfs­hóp­ar vinni að því að reyna að skipu­leggja bygg­ing­a­reglu­gerðir og reyni að vinna í að gera þetta að einu ferli, en sjálf­ur hefði hann viljað byrja upp á nýtt.

„Ég hefði viljað að við spyrðum okk­ur hverj­um við séum að þjóna með öllu þessu reglu­verki og flækj­u­stigi. Ef við spyrj­um okk­ur að því er ég viss um að við náum sama ár­angri en á miklu ein­fald­ari hátt og vær­um þess vegna að valda minni sóun í kerf­inu.“

Allt í lagi að hafa draum­sýn

Hann sagði margt gott í kerf­inu og að heild­ar­end­ur­skoðun myndi taka tíma.

„Við þurf­um að setj­ast niður og skoða hvernig við vilj­um hafa þetta til framtíðar. Það mun taka okk­ur ein­hver ár að breyta þessu en eig­um við ekki að bara að byrja með autt blað?“

Hef­urðu trú á því að það geti gerst?

„Nei,“ sagði Gylfi og hló. „Ég held að það séu of marg­ir sem koma að og of marg­ir sem hafa álit á þessu. Ég held að það muni ekki nást sátt um þetta en það er allt í lagi að hafa draum­sýn þó maður hafi ekki kannski ekki mjög mikla trú á því að draum­ur­inn ræt­ist,“ sagði hann og glotti.

Bygg­ing­araðil­inn brenn­ir pen­ing­um

Talið barst að fjár­magns­kostnaði bygg­ing­araðila sem Gylfi sagði ótrú­lega stórt hlut­fall. Sagði hann týpískt fjöl­býl­is­húsa­verk­efni senni­lega fjár­magnað með um 30% eig­in fé og 70% láns­fé. Þannig sagði hann að fyr­ir­tæki í at­vinnu­grein­inni þurfi að hafa mjög sterkt og mikið eigið fé.

„Sölu­tími hef­ur lengst um fimm og hálf­an mánuð – þetta eru eng­ar smá töl­ur í þessu sam­hengi. Þetta er mjög fjár­magns­frek at­vinnu­grein.“

Sagði hann að bygg­ing­araðil­inn brenni í raun pen­ing­um bæði á bygg­ing­ar­tím­an­um og al­veg þar til verk­efnið er selt.

„Það er kannski vanda­málið núna, með að fara í ný verk­efni að það er minni velta á eig­in fénu. Því á meðan þú sel­ur ekki er allt eigið fé bundið og þú kem­ur því ekki af stað inn í næsta verk­efni.

Þannig er al­gjör­lega nauðsyn­legt að bygg­ing­araðilar hafi sterkt og mikið eigið fé. Ég held reynd­ar að það fel­ist mik­il neyt­enda­vernd í því.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert