Efast um að tímaáætlun standist

Vogurinn ásamt Blikastaðakró var friðlýstur í fyrra. Svæðið er talið …
Vogurinn ásamt Blikastaðakró var friðlýstur í fyrra. Svæðið er talið hafa mikið verndargildi enda mikilvægt búsvæði margra fuglategunda. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands um matsáætlun framkvæmdar við Sundabraut er lýst furðu á því að tímaáætlun matsferlisins geri ráð fyrir að umhverfismatsskýrsla verði send til athugunar hjá Skipulagsstofnun snemma árs 2024.

Hvernig er hægt að gera ráð fyrir að nauðsynlegar athuganir hafi farið fram innan nokkurra mánaða eftir að matsáætlun er kynnt? segir m.a. í umsögninni. Um afar stóra framkvæmd sé að ræða og mikið af umhverfisþáttum sem beri að meta.

Og þótt fyrirliggjandi gögn séu töluverð og eitthvað af nýjum athugunum hafi þegar farið fram, verði að teljast ólíklegt að hægt sé að gera ráð fyrir að ekki verði þörf á frekari athugunum sem framkvæma þurfi árið 2024. Slíkt komi ekki í ljós fyrr en álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun liggur fyrir. Áform um að taka Sundabraut í notkun 2031 gætu því verið í uppnámi.

Varðandi t.d. lífríkisþætti, eins og fuglalíf og gróður, séu vor, sumar og haust mikilvægir tímar fyrir athuganir á vettvangi. Þá muni athuganir á ferðum lax- og urriðaseiða fara fram árið 2024. „Það er því óábyrgt að mati Náttúrufræðistofnunar að áætla þessa tímaáætlun matsferlis sem kynnt er í matsáætluninni.“

Svæði eru lítt röskuð

Í umsögninni kemur fram að stórt svæði verði fyrir beinu raski við lagningu Sundabrautar, bæði á þurru landi og á haf- og strandsvæðum. Sum svæði eru lítt röskuð í dag og eru búsvæði fyrir margs konar lífverur. Beint rask á búsvæðum á framkvæmdasvæði sé veigamikill þáttur en einnig þurfi að skoða mjög vandlega hvort framkvæmdin valdi raski á búsvæðum annars staðar á áhrifasvæðinu, sérstaklega haf- og strandsvæðum sem geta orðið fyrir áhrifum af t.d. breytingum á straumum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu á fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert