Ljósmynd Árna hefur farið víða

Myndin fræga birtist í blaðinu 20. september árið 2009.
Myndin fræga birtist í blaðinu 20. september árið 2009. mbl.is/Árni Sæberg

Ljósmynd sem ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is Árni Sæberg tók af vitanum á Þrídröngum heldur áfram rafrænu flakki sínu um heimsbyggðina í gegnum samfélagsmiðla. Í síðustu viku tók fjölmiðlamaðurinn kunni sir David Attenborough sig til og birti myndina á Facebook.

Þar hafa tæplega níu hundruð gefið Facebook þumalinn og milli 100 og 200 höfðu deilt myndinni áfram.

„Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en Raxi [Ragnar Axelsson ljósmyndari] hringdi og sagði mér frá þessu,“ segir Árni Sæberg þegar málið er borið undir hann en Árni eyðir ekki miklum tíma á samfélagsmiðlum.

Með myndinni fylgdi smá fróðleikur þar sem fram kemur að vitinn hafi verið byggður árið 1939 og um sé að ræða Þrídranga við Íslandsstrendur en Þrídrangar eru um 10 km vestur af Heimaey. Einnig fylgir hlekkur sem leiðir lesandann inn á blaðagrein og þar má sjá að myndin er merkt Morgunblaðið/Árni Sæberg.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Færsla David Attenborough.
Færsla David Attenborough. Skjáskot/Facebook
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka