„Ótrúlega skýr skipting á milli foreldranna“

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB,
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kon­ur minnka í mun meiri mæli starfs­hlut­fall sitt til að sam­ræma bet­ur vinnu og heim­il­is­líf, lengja frek­ar fæðing­ar­or­lof og bera mun meiri ábyrgð á sam­skipt­um við skóla barna.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum spurn­inga­könn­un­ar Vörðu - Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­markaðar­ins meðal for­eldra barna á aldr­in­um 12 mánaða til 12 ára á Íslandi.

Þetta hef­ur mik­il áhrif á tekju­mögu­leika kvenna en at­vinnu­tekj­ur þeirra eru 21% lægri á árs­grund­velli en karla, miðað við töl­ur Hag­stofu Íslands.

Einnig velja kon­ur sér frek­ar starfs­vett­vang til að auðvelda sam­ræm­ingu fjöl­skyldu og at­vinnu­lífs. Fjár­hags­staða ein­hleypra for­eldra er jafn­framt mun verri en sam­búðarfólks, sam­kvæmt niður­stöðunum.

Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, kynnir niðurstöðurnar á fundinum í …
Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu, kynn­ir niður­stöðurn­ar á fund­in­um í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kon­ur bera enn mesta þung­ann

„Þrátt fyr­ir eina mestu at­vinnuþátt­töku kvenna í heim­in­um og að Ísland komi vel út í alþjóðleg­um sam­an­b­urði á jafn­rétti kynj­anna bera kon­ur enn þá meiri þunga af vinnu­álagi vegna heim­il­is­starfa og barna­upp­eld­is. Um þriðjung­ur kvenna er í hluta­starfi, lang­flest­ar til að auðvelda sam­ræm­ingu fjöl­skyldu- og at­vinnu­lífs,” seg­ir í til­kynn­ingu frá Vörðu.

53% svar­enda í spurn­inga­könn­un­inni voru með há­skóla­mennt­un. Illa gekk að fá svör frá fólki í ósér­hæfðum störf­um og með grunn­skóla­mennt­un.

Þegar spurt var hver hefði frum­kvæðið að sam­skipt­um við skóla eft­ir kyni svöruðu 81% kvenna „al­farið ég“ eða „að meira leyti ég“. Hlut­fall karla var aft­ur á móti 11%. Þegar spurt var við hvern skól­inn hefði sam­band ef eitt­hvað kem­ur upp á í skóla­starf­inu eft­ir kyni var hlut­fallið það sama, sem þýðir að skól­arn­ir hafa mun frek­ar sam­band við mæðurn­ar.

Börn á leikskóla.
Börn á leik­skóla. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Jafn­réttið komið styttra á veg

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, var viðstödd blaðamanna­fund í morg­un þar sem niður­stöðurn­ar voru kynnt­ar af Krist­ínu Hebu Gísla­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Vörðu.

Sonja Ýr seg­ir áhuga­vert að í rann­sókn­inni hafi verið spurt beint út í atriði eins og í hvort for­eldrið leik- og grunn­skól­inn hring­ir frek­ar vegna ým­issa mála. Þar voru mæðurn­ar í yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta.

„Við telj­um okk­ur hafa haft hug­mynd um hvernig þetta er en þetta var svo ótrú­lega skýr skipt­ing á milli for­eldr­anna. Það hef­ur verið mik­il umræða um bæði aðra og þriðju vakt­ina. Það sem stríðir okk­ur öll­um er að við telj­um gjarn­an að jafn­réttið er komið lengra held­ur en það er í raun og þess­ar niður­stöðu varpa svo skýru ljósi á það,” seg­ir hún. 

„Við vit­um að ef við ætl­um að stuðla að auknu jafn­rétti þurf­um við að grípa til aðgerða sem varða þenn­an stóra þátt, sem er sam­ræm­ing fjöl­skyldu og at­vinnu­lífs,” bæt­ir hún við.

Frá fundinum í morgun.
Frá fund­in­um í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ekki raun­veru­legt val um ólaunuðu störf­in

Sonja Ýr seg­ir það skýrt í niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar að kon­ur taki frek­ar or­lofs­daga eða launa­lausa daga vegna barna sinna held­ur en karl­ar. Það að kon­urn­ar beri meg­in ábyrgðina hef­ur síðan áhrif á laun­in þeirra, sem verða lægri fyr­ir vikið.

„Svo vit­um við líka að það að kon­ur eru al­mennt á lægri laun­um, út frá þeirri starfs­stétt sem þær eru í eða út frá van­mati á kvenna­störf­um, þá býr það til inni á heim­il­un­um að það er ekki raun­veru­legt val um hver tek­ur á sig ólaunuðu störf­in á ann­arri og þriðju vakt­inni. Auðvitað er það sá sem er tekju­hærri sem fer frek­ar til vinnu. Feður eru þannig að fara á mis við tæki­færið til að vera með börn­un­um sín­um,” bend­ir hún jafn­framt á.

Von­ast eft­ir frum­varpi um umönn­un­ar­bil

Á fund­in­um sagðist Sonja von­ast eft­ir því að frum­varp líti dags­ins ljós á Alþingi um umönn­un­ar­bil. Spurð nán­ar út í það að fundi lokn­um seg­ir hún að á hinum Norður­lönd­un­um hafi fæðing­ar­or­lof verið til lengri tíma en hér á landi 12 mánuðir. Þar hafi líka verið lög­fest­ur rétt­ur barna til leik­skóla­pláss eða dag­vist­un­ar að loknu fæðing­ar­or­lofi.

„Þetta er það sem hef­ur mest áhrif á tekjutap kvenna og það að þær séu að draga úr störf­um eða jafn­vel hætta á vinnu­markaði. Ef við fengj­um að velja eitt­hvað eitt væri þetta það sem þyrfti að stökkva fyrst á,” seg­ir hún.

Sonja seg­ir fé­lags­lega mót­un einnig hafa sitt að segja um stöðu mála. „Sum­ir hafa viljað stilla þessu upp í ein­hver kynja­stríð, að þetta sé eitt­hvað sem kon­ur vilji. Þær séu jafn­vel að taka til sín ábyrgðina og leyfi eng­um öðrum að kom­ast upp með það. En ég held að það sé meira þessi fé­lags­lega mót­un og líka fjár­hags­staðan, að laun­in séu lægri,” seg­ir hún.

Þarf að jafna laun­in

Finn­björn Her­manns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ) var einnig viðstadd­ur fund­inn. Hann seg­ir það standa upp úr eft­ir að hafa hlustað á niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar að Íslend­ing­ar séu ekki komn­ir nógu langt í jöfn­un á aðstöðu karla og kvenna varðandi heim­il­is­líf.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ.
Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti ASÍ. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Við get­um gert bet­ur í kjara­samn­ing­um og það snýst þá aðallega um jöfn­un á laun­um,” seg­ir Finn­björn og nefn­ir að einnig þurfi að gefa í þegar kem­ur að leik­skól­um og fæðing­ar­or­lofi. Að leik­skól­ar taki við börn­um að loknu fæðing­ar­or­lofi.

„Varðandi hug­ar­farið um það hvort for­eldrið eigi að vera á vakt­inni hverju sinni, að ef við get­um jafnað það þannig að það sé val­kvætt hjá for­eldr­um þá erum við kom­in á góðan stað,” seg­ir hann einnig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert