Ráðherra getur ekki beitt sér í máli Eddu

Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir mbl.is/Óttar

Dómsmá­mál­aráðuneytið hef­ur birt til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins þar sem fram kem­ur að dóms­málaráðuneytið hafi enga heim­ild til að beita sér í máli Eddu Bjark­ar Arn­ar­dótt­ur. 

Þá er vísað til nor­rænn­ar hand­töku­skip­un­ar sem bygg­ir á samn­ing­um á milli norður­land­anna sem sem und­ir­ritaðar voru árið 2005. Áður en sá samn­ing­ur var und­ir­ritaður giltu framsals­samn­ing­ar á milli landa. 

Ráðherra hafi enga heim­ild

„Dóms­málaráðherra og ráðuneyti hafa enga aðkomu að meðferð þess­ara mála og hafa eng­ar heim­ild­ir til að beita sér í þeim. Í því máli sem verið hef­ur til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum hef­ur rík­is­sak­sókn­ari tekið ákvörðun um að af­henda skuli viðkom­andi til Nor­egs á grund­velli fyrr­nefndra laga nr. 51/​2016 og hef­ur sú ákvörðun verið staðfest bæði af Héraðsdómi Reykja­vík­ur og Lands­rétti. Þessi ákvörðun bygg­ir því á ís­lensk­um lög­um og niður­stöðu ís­lenskra dóm­stóla. Rík­is­sak­sókn­ari og dóm­stól­ar á Íslandi eru sjálf­stæðir í störf­um sín­um og taka ekki við fyr­ir­mæl­um frá öðrum stjórn­völd­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Til­kynn­ing­in í heild sinni 

„Mál sem varða fjöl­skyld­ur og börn eru oft­ast með viðkvæm­ustu og erfiðustu mál­um sem stjórn­völd þurfa að fást við. Eru því gerðar rík­ar kröf­ur til þess í lög­um að með slík mál fari til þess bær stjórn­völd, sem starfa eft­ir skýr­um lög­um og regl­um og með það að leiðarljósi að gæta allra viðeig­andi hags­muna í hverju máli fyr­ir sig. Vegna þess máls sem verið hef­ur til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum er mik­il­vægt að árétta að þær ákv­arðanir sem verið er að fram­fylgja hafa verið tekn­ar af sjálf­stæðum stjórn­völd­um á grund­velli laga.“

Íslensk yf­ir­völd hafa getað fram­selt ís­lenska rík­is­borg­ara til Norður­land­anna 

„Nor­ræn hand­töku­skip­un bygg­ir á lög­um nr. 51/​2016 um hand­töku og af­hend­ingu manna til og frá Íslandi vegna refsi­verðra verknaða á grund­velli hand­töku­skip­un­ar, en þau lög byggja á samn­ingi milli Norður­land­anna sem und­ir­ritaður var þann 15. des­em­ber 2005. Áður en samn­ing­ur­inn um nor­rænu hand­töku­skip­un­ina tók gildi voru í gildi lög nr. 7/​1962 um framsal saka­manna til Dan­merk­ur, Finn­lands, Nor­egs og Svíþjóðar. Íslensk stjórn­völd hafa því síðan 1962 fram­selt ís­lenska rík­is­borg­ara til Norður­land­anna.“

Gagn­kvæm viður­kenn­ing 

Með til­komu samn­ings­ins um nor­rænu hand­töku­skip­un­ina urðu þær breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi framsals milli Íslands og Norður­land­anna, að komið var á fót ein­fald­ara og skil­virk­ara fyr­ir­komu­lagi um af­hend­ingu saka­manna. Fyr­ir­komu­lagið bygg­ist á gagn­kvæmri viður­kenn­ingu á ákvörðunum dóms­mála­yf­ir­valda viðkom­andi ríkja. Þá varð sú breyt­ing á að rík­is­sak­sókn­ara var fal­in öll málsmeðferð þess­ara mála og ákvörðun um hvort orðið skuli við beiðni um af­hend­ingu. Þá ákvörðun er svo alltaf hægt að bera und­ir ís­lenska dóm­stóla. Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur jafn­framt heim­ild til að fara fram á úr­sk­urð dóm­stóla um þving­un­ar­ráðstaf­an­ir, þ.m.t. gæslu­v­arðhald, til að fram­fylgja ákvörðunum um af­hend­ingu á grund­velli fyrr­nefndra laga. Slík­ir úr­sk­urðir hafa ekki áhrif á fram­kvæmd ákvörðunar um af­hend­ingu.“

„Dóms­málaráðherra og ráðuneyti hafa enga aðkomu að meðferð þess­ara mála og hafa eng­ar heim­ild­ir til að beita sér í þeim. Í því máli sem verið hef­ur til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum hef­ur rík­is­sak­sókn­ari tekið ákvörðun um að af­henda skuli viðkom­andi til Nor­egs á grund­velli fyrr­nefndra laga nr. 51/​2016 og hef­ur sú ákvörðun verið staðfest bæði af Héraðsdómi Reykja­vík­ur og Lands­rétti. Þessi ákvörðun bygg­ir því á ís­lensk­um lög­um og niður­stöðu ís­lenskra dóm­stóla. Rík­is­sak­sókn­ari og dóm­stól­ar á Íslandi eru sjálf­stæðir í störf­um sín­um og taka ekki við fyr­ir­mæl­um frá öðrum stjórn­völd­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert