Samfylkingin hlyti flest atkvæði

Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir hlyti meirihluta atkvæð í Alþingiskosningum ef …
Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir hlyti meirihluta atkvæð í Alþingiskosningum ef gengið yrði til þeirra í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samfylkingin hlyti flest atkvæði ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup um fylgi flokkanna á Alþingi. 

Þá er lítil breyting á fylgi flokkanna á milli október og nóvember á þessu ári, eða á bilinu 0,1-1,2 prósentustigi.

Ríkisstjórnin héldi ekki velli 

Ríkistjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir myndu missa meirihlutann ef gengið yrði til kosninga í dag, en liðlega 20% þjóðarinnar kysu Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 9% Framsóknarflokkinn og rúmlega 5% Vinstri græna. 

Stuðningur við ríkistjórnarflokkana er um það bil 33%, sem er prósentustigi lægra en í síðasta mánuði. 

Samfylkingin stefnir að sigri

Þá kemur fram í þjóðarpúlsinum að liðlega 28% kysu Samfylkinguna, þá er hún rúmum 8% prósentustigum á undan Sjálfstæðisflokkinum sem fær næst mestan stuðning samkvæmt þjóðarpúlsinum. 

Athygli vekur að Miðflokkurinn, Píratar og Framsóknarflokkurinn deila þriðja sæti listans með um 9% fylgi, en þar á eftir er Viðreisn með um 8% og Flokkur fólksins með um 7%. 

Minnstan stuðning fær Sósíalistaflokkur Íslands með um 4%.

Þá vildu tæplega 17% sem tóku þátt í púlsinum ekki taka afstöðu eða gefa hana upp og 9% myndu skila auðu eða ekki kjósa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert