57% eru andvíg því að þeirra sveitarfélag leggi gjald á þau sem nota nagladekk. Þetta kemur fram í könnun Prósents sem framkvæmd var 9.-17.nóvember.
Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að þitt sveitarfélag leggi gjald á þau sem nota nagladekk? Gerir þú ráð fyrir að vera með nagladekk undir bílnum/bílunum þínum í vetur?
Niðurstöður sýna að 57% svarenda eru andvíg, 16% svara hvorki né og 27% eru hlynnt því að þeirra sveitarfélag leggi gjald á þau sem nota nagladekk.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru minna andvíg gjaldtökunni en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Íbúar Mosfellsbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur eru minna andvíg því að þeirra sveitarfélag leggi gjald á þau sem nota nagladekk en íbúar Garðabæjar og Akureyrar.
55% svarenda gera ráð fyrir að vera með nagladekk undir bíl sínum í vetur, 45% gera ekki ráð fyrir því. Um 41% íbúa höfuðborgarsvæðisins gera ráð fyrir að vera með nagladekk undir bílnum/bílunum sínum í vetur og 72% íbúar landsbyggðarinnar.
Mikill munur er á viðhorfi gagnvart gjaldtöku eftir því hvort einstaklingar geri ráð fyrir að nota nagladekk í vetur eða ekki. Um 80% þeirra sem gera ráð fyrir að nota nagladekk eru andvíg, um 32% þeirra sem gera ekki ráð fyrir að nota nagladekk eru andvíg og um 34% þeirra sem eiga ekki bíl eru andvíg.
Úrtakið var 1.850 manns, 18 ára og eldri, og var svarhlutfallið 51%.