Lögreglan leitar enn að árásarmönnum

Rannsókn málsins er enn í gangi.
Rannsókn málsins er enn í gangi. Samsett mynd/Eggert

Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa uppi á þeim sem réðust á ráðstefnugest á vegum Samtakanna ´78 í lok september.

Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur enginn verið yfirheyrður út af málinu með réttarstöðu grunaðs manns.

„Það er áfram verið að reyna að afla frekari upplýsinga,” bætir hann við, spurður út í rannsóknina. Teknar hafa verið skýrslur af fólki og myndefni úr eftirlitsmyndavélum skoðað.

Formaður Samtakanna ´78 sagði við mbl.is skömmu eftir árásina að ráðstefnugesturinn hefði verið á leið heim af hátíðarkvöldverði þegar ráðist var á hann stutt frá Fosshótel Reykjavík. Var hann einn á gangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert