Verulega varasamt

Það er mikilvægt að fara varlega. Myndin er úr safni.
Það er mikilvægt að fara varlega. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísilögð vötn, lækir og tjarnir hafa mikið afdráttarafl, ekki síst fyrir börn. Því er mikilvægt að forráðamenn geri þeim grein fyrir hættunni sem þessu kann að fylgja.

Þetta segir í færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt.

Hún bendir á að ísinn sé mjög þunnur þessa dagana og því verulega varasamt að fara út á hann.

„Ef við sjáum einhvern úti á óöruggum ís skulum við láta vita.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert