Samstöðufundur á alþjóðlegum degi mannréttinda

mbl.is/Óttar

Félagið Ísland-Palestína boðaði til samstöðugöngu í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda. Gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður á Austurvöll.

Félagið hefur staðið fyrir þó nokkrum viðburðum frá því að stríð Ísraelsmanna og hryðjuverkasamtakanna Hamas hófst 7. október. Með samstöðugöngunni og -fundinum er þess krafist að alþjóðsamfélagið virði mannréttindi Palestínumanna.

mbl.is/Óttar

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir flutti erindi við utanríkisráðuneytið en fundarstjóri á Austurvelli var Ilmur Kristjánsdóttir. Sayed Atahan og Bergþóra Snæbjörnsdóttir fluttu þar erindi og Davíð Þór Katrínarson leikari flutti ljóð eftir Refaat Alareer.

Í dag eru 75 ár síðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt í París, þann 10. desember 1948. 

Ilmur Kristjánsdóttir fundarstjóri samstöðufundar dagsins.
Ilmur Kristjánsdóttir fundarstjóri samstöðufundar dagsins. mbl.is/Óttar
Fólk á leið á Austurvöll á samstöðufundinn.
Fólk á leið á Austurvöll á samstöðufundinn. Ljósmynd/Aðsend
Frá Austurvelli í dag.
Frá Austurvelli í dag. mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert