Tveir fluttir með þyrlunni eftir harðan árekstur

Þyrla Gæslunnar var kölluð út.
Þyrla Gæslunnar var kölluð út. mbl.is/Sigurður Bogi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna umferðaslyss sem varð á Vesturlandsvegi, norðan Akrafjalls, á fjórða tímanum í dag. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrluna hafa farið í útkallið um 20 mínútum yfir þrjú. Sagði hann þrjá hafa slasast en að ekki væri ljóst hversu marga þyrfti að flytja á slysadeild. 

Vesturlandsvegi hefur verð lokað fyrir umferð.

Uppfært kl. 16.14:

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Borgarbyggðar var um mjög harðan árekstur að ræða. Þrír voru í tveimur bílum og voru tveir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Einn var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi. 

Vegurinn er enn lokaður og lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Má því áfram búast við töfum á umferð um veginn.

Lokað er fyrir umferð á þessum kafla Vesturlandsvegar.
Lokað er fyrir umferð á þessum kafla Vesturlandsvegar. Kort/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert