„Ég hef nú sjálf mótmælt“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur glimmermál utanríkisráðherra í Veröld ekki vatn …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur glimmermál utanríkisráðherra í Veröld ekki vatn á myllu lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu og fólk hljóti að velta fyrir sér tilgangi slíkra aðgerða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í fyrsta lagi lang­ar mig að minna á að við eig­um mörg dæmi um mjög harka­leg mót­mæli í okk­ar sögu,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

Hóf hún með þeim orðum svar sitt við þeirri spurn­ingu hvort hún teldi at­vikið í Ver­öld 8. des­em­ber hafa áhrif á hvort eða hvernig op­in­ber­ir aðilar og stjórn­mála­fólk kæmu fram op­in­ber­lega og þar með næðu áhrif­in jafn­vel til lýðræðis­legr­ar umræðu.

Ráðherra rifjar banka­hrunið upp og mjög erfið mót­mæli sem gengu mjög nærri ákveðnum stjórn­mála­mönn­um. „Þá var mót­mæl­astaða fyr­ir utan heim­ili fólks og annað slíkt svo ég myndi kannski ekki segja að þessi mót­mæli núna séu ein­hver eðlis­breyt­ing frá fyrri mót­mæl­um, en ég hef ekki trú á því að mót­mæli, þar sem gengið er mjög ná­lægt per­sónu ein­stakra stjórn­mála­manna eða fjöl­skyld­um þeirra, eins og gerðist í til­felli Bjarna Bene­dikts­son­ar um dag­inn, styrki lýðræðis­lega umræðu,“ seg­ir Katrín, frem­ur væru slík mót­mæli til þess fall­in að fæla fólk, bæði al­menn­ing og stjórn­mála­menn, frá þátt­töku í slíkri umræðu.

For­rétt­ind­in að vera stjórn­mála­maður á Íslandi

Mynd­irðu telja að þetta at­vik ut­an­rík­is­ráðherra kallaði á aukna ör­ygg­is­gæslu þegar æðstu ráðamenn eru á ferð?

Katrín ít­rek­ar fyrri um­mæli sín um að þjóðin sé eng­an veg­inn óvön harka­leg­um mót­mæl­um og hér sé ekki um eðlis­breyt­ingu að ræða. „Við þekkj­um dæmi um það að sett hafi verið á gæsla kring­um ein­staka stjórn­mála­menn en við búum í friðsam­asta landi í heimi – það sýna nú all­ir mæli­kv­arðar – og mér finnst hluti af því að vera stjórn­mála­maður að geta átt milliliðalaus sam­skipti við al­menn­ing, mætt á fundi, gert grein fyr­ir sín­um sjón­ar­miðum og gengið frjáls um göt­ur. Það eru þau for­rétt­indi að vera stjórn­mála­maður á Íslandi og þannig vildi ég hafa það áfram,“ svar­ar hún.

Aðspurð kveður hún aukna ör­ygg­is­gæslu geta haft mjög fæl­andi áhrif á fólk. „Ég hef nú al­veg fengið minn skammt af mót­mæl­um en mér finnst það vera hluti af því að vilja vera í stjórn­mál­um – að geta átt þessi milliliðalausu sam­skipti við fólk og líka ein­fald­lega að fá að vera mann­eskja en ekki ein­göngu stjórn­mála­maður,“ seg­ir ráðherra.

Skoðana­frekju­hug­tak Ólínu Kjer­úlf

Í pistli á Face­book viðraði Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir, pró­fess­or við fé­lags­vís­inda­deild Há­skól­ans á Bif­röst, hug­takið skoðana­frekja, það er að þeir sem hæst hafi kom­ist að frem­ur en meiri­hlut­inn eða rök­studd­ar skoðanir. Katrín er innt álits á þessu.

„Þetta hjálp­ar ekki lýðræðis­legri umræðu,“ svar­ar ráðherra eft­ir stutt­an um­hugs­un­ar­frest. Þegar stjórn­mála­mönn­um sé boðið á fundi til að tala og þeir kom­ast þar ekki að – eins og ýms­ir stjórn­mála­menn hafi lent í – þá hjálpi það ekki mál­efna­legri umræðu.

„Á sama tíma er ég mjög hlynnt rétt­in­um til að mót­mæla, þetta er auðvitað alltaf spurn­ing um að finna þetta jafn­vægi, þú vilt mót­mæla og koma ein­hverri af­stöðu á fram­færi, ég hef nú sjálf mót­mælt á fyrri tíð, staðið fyr­ir utan Stjórn­ar­ráð og Alþingi og tekið þátt í gjörn­ing­um og öðru slíku, en þegar þetta geng­ur of nærri per­són­um ein­stak­linga – ég tala nú ekki um fjöl­skyld­um þeirra – þá finnst mér við vera kom­in að ein­hverj­um mörk­um og þá erum við ekki leng­ur að hjálpa umræðunni held­ur ein­mitt þvert á móti,“ seg­ir Katrín.

Varla þróun sem kom­in er til að vera

Tel­ur hún glimmer­málið þá setja öðrum mót­mæl­end­um ein­hvers kon­ar for­dæmi, að hægt sé að skvetta ein­hverju á ráðherra til að kom­ast í sviðsljósið?

Katrín rifjar upp þegar eggj­um var kastað í höfuð þing­manna sem féllu við, rúður brotnað og annað slíkt. „Það er kannski var­huga­vert að draga ein­hverj­ar álykt­an­ir um að þetta sé þróun sem er kom­in til að vera. Við höf­um séð harka­leg mót­mæli á ákveðnum tím­um í okk­ar sam­fé­lagi og mér finnst bara mik­il­vægt að við tök­um umræðuna um hvað okk­ur finnst í lýðræðis­legu sam­fé­lagi um áhrif­in á umræðuna. Þegar þetta geng­ur of nærri fer þetta að hafa nei­kvæð áhrif á lýðræðis­lega umræðu.“

Ertu til­bú­in að for­dæma þessa aðgerð?

„Mér finnst þessi umræða ein­mitt ekki eiga að snú­ast um for­dæm­ingu. Ég ber mikla virðingu fyr­ir rétti mót­mæl­enda til að hafa áhrif á umræðuna en ít­reka það sem ég hef áður sagt, að ég held að við þurf­um alltaf að velta þessu jafn­vægi fyr­ir okk­ur, þegar við erum í stöðu mót­mæl­enda, hvaða áhrif við vilj­um hafa. Ef aðgerðirn­ar eru farn­ar að skila því að lýðræðis­leg umræða á sér ekki stað hlýt­ur fólk að fara að velta fyr­ir sér til­gang­in­um með slík­um aðgerðum og hvort þær séu í raun að hafa þver­öfug áhrif,“ svar­ar ráðherra.

Staðan á Gasa mannúðar­hörm­ung

Mynd­irðu segja að þetta tæki umræðuna frá raun­veru­lega mál­inu – átök­un­um í Palestínu – og færði hana yfir á inn­an­lands­mál um glimmerk­ast?

„Vafa­laust ger­ir það það að ein­hverju leyti en ég vil bara benda á að stjórn­völd eru búin að beita sér mjög gagn­vart stöðunni á Gasa sem er hræðileg og al­gjör mannúðar­hörm­ung sem við erum að sjá þar. Nú síðast fyr­ir helgi lýst­um við yfir stuðningi við ákall aðal­rit­ara Sam­einuðu þjóðanna og á þriðju­dag­inn studd­um við og vor­um meðflutn­ings­menn að til­lögu um taf­ar­laust vopna­hlé á Alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna.

Ég lít svo á að stjórn­völd hafi fylgt álykt­un Alþing­is um þetta ástand og nýtt hvert tæki­færi til að koma á fram­færi skýr­um kröf­um um taf­ar­laust vopna­hlé, aðgengi fyr­ir mannúðaraðstoð og svig­rúm til þess að setj­ast niður og ræða ein­hverj­ar leiðir til friðar á svæðinu. Við höf­um haldið þeirri af­stöðu og þess­ar mót­mælaaðgerðir – þótt þær hafi vakið ein­hverja at­hygli í þjóðfé­lag­inu – hafa ekk­ert breytt því að stjórn­völd hafa verið að vinna sína vinnu,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert