Eins og hamraborg sem gnæfir yfir Þingholtin

mbl.is/Arnþór

Uppsteypu á meðferðarkjarnanum er að ljúka og er byrjað að klæða fyrsta hluta hússins.

Af því tilefni sýndu þau Ólafur M. Birgisson og Bergþóra Smáradóttir Morgunblaðinu framkvæmdasvæðið en þau starfa hjá Nýja Landspítalanum ohf.

Meðal annars sýndu þau Morgunblaðinu þakið á byggingunni en eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan er það jafn hátt Skólavörðuholtinu. Fyrir vikið fæst þetta óvenjulega sjónarhorn á Hallgrímskirkju.

Á leiðinni um þakið var stokkið yfir raufina sem er á myndinni hér að neðan. Urðu menn þá lofthræddir en hún nær alla leið niður á jarðhæð.

Ólafur M. Birgisson útskýrir að raufin sé 16-17 cm breið …
Ólafur M. Birgisson útskýrir að raufin sé 16-17 cm breið og gegni tilteknu hlutverki. mbl.is/Arnþór

Skapar svigrúm í jarðskjálfta

Ólafur útskýrir að raufin sé 16-17 cm breið og gegni tilteknu hlutverki. „Það er gert ráð fyrir að byggingarnar geti hreyfst til í stórum jarðskjálfta og hafa stangirnar því sitt rými. Þannig að ef stór jarðskjálfti ríður yfir geti spítalinn verið starfshæfur innan skamms tíma,“ segir Ólafur.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert