Kanna hvort landris hafi stöðvast

Vísbendingar eru um að verulega hafi hægt á landrisi í …
Vísbendingar eru um að verulega hafi hægt á landrisi í Svartsengi. mbl.is/Eyþór

Verulega hefur hægt á landrisinu við Svartsengi. Sérfræðingar Veðurstofunnar þurfa þó að bíða frekari gagna áður en hægt verður að fullyrða um að landrisið sé hætt. 

„Þetta var rætt á fundi okkar í morgun en mat manna var að of snemmt væri að segja að landrisið sé alveg hætt,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Hún segir að bíða þurfi eftir því að fá niðurstöður frá fleiri GPS-punktum úr mælitækjum.

Grafið sýnir GPS-mælingar við Svartsengi. Nýjasti punkturinn er frá því …
Grafið sýnir GPS-mælingar við Svartsengi. Nýjasti punkturinn er frá því í gær. Graf/Veðurstofa Íslands

Bíða betra veðurs 

„Við þurfum að fá gögnin í hús og túlka þau og það getur tekið einn til tvo daga. Eins er vont veður núna og það hefur áhrif á gæði mælinga. Þá þurfum við að bíða með að fá skýrara merki til að geta sagt að þetta sé búið,“ segir Sigríður. 

Hún segir þó að vísbendingar séu um að hægt hafi verulega á landrisinu. „En við viljum bíða með að segja að þetta sé alveg afgerandi,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert