Þörf á nýrri nálgun eftir PISA-könnun

Lög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku um að …
Lög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku um að ný stofnun taki við af Menntamálastofnun 1. apríl. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný störf í nýrri Mennta­mála­stofn­un verða sum með ólíku sniði og hjá fyrri stofn­un. Önnur nálg­un verður hjá nýrri stofn­un og ekki vanþörf á eft­ir niður­stöður PISA-könn­un­ar­inn­ar, að sögn Þór­dís­ar Jónu Sig­urðardótt­ur, for­stjóra Mennta­mála­stofn­un­ar.   

Öllu starfs­fólki Mennta­mála­stofn­un­ar, alls 46 manns, var sagt upp í morg­un. „Þetta er búið að liggja fyr­ir lengi,“ seg­ir Þór­dís Jóna í sam­tali við mbl.is.

Lög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku um að ný stofn­un taki við af Mennta­mála­stofn­un 1. apríl. Nú­ver­andi mynd af stofn­un­inni verður lögð niður degi fyrr, að sögn Þór­dís­ar.

Hún seg­ir að upp­sagn­ar­frest­ur starfs­fólks­ins sé mis­lang­ur en Mennta­mála­stofn­un verði að öll­um lík­ind­um starf­andi al­veg þangað til að ný stofn­un taki við.

Svipað marg­ar stöður í nýrri stofn­un

Á mánu­dag­inn verður aug­lýst eft­ir svipað mörg­um stöðum í nýrri stofn­un og fólki sem var sagt upp í dag. Nýju störf­in verða sum með öðru sniði en í fyrri stofn­un.

„Við erum að byggja upp þjón­ustu­stofn­un sem er ætlað að vera í mikið meira sam­starfi við skóla­sam­fé­lagið og vera bak­land fyr­ir kenn­ara. Nú­ver­andi stofn­un er meiri stjórn­sýslu­stofn­un,“ seg­ir Þór­dís Jóna, sem verður for­stjóri nýrr­ar stofn­un­ar.

„Við erum aðeins að fara að nálg­ast þetta á ann­an hátt og kannski ekki vanþörf á sam­an­ber nýj­ar niður­stöður í PISA.“

Fyrsta skrefið

„Ég geri ráð fyr­ir að mikið af því flotta og hæfi­leika­ríka fólki sem er hér sæki um störf í nýtti stofn­un. Það er fyrsta skrefið í því að byggja upp nýja stofn­un,“ seg­ir Þór­dís Jóna.

„Síðan eru frum­vörp á þing­manna­skrá hjá ráðherra um náms­gögn­in og líka varðandi skólaþjón­ust­una sem eiga að styrkja stofn­un­ina enn frek­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka