Ráðgátan um höfuðkúpuna í Ráðherrabústaðnum leyst

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók til máls.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók til máls. mbl.is/Árni Sæberg

Niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar á höfuðskeljunum sem fundust í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu voru kynntar klukkan 13 í dag.

Agnar Helgason, mannerfðafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu getur staðfest að höfuðkúpan sé af danskri konu. Konan var dökkhærð og með brún augu. Hún var uppi á 18. öld, líklega fædd upp úr 1700. Hún var smávaxin.

Hvorki er unnt að vita frekar hver konan var né hvað hún hét. Líklegt er að hún hafi starfað á Íslandi og látist hér.

Í máli mannerfðafræðinganna Agnars Helgasonar og Sunnu Ebenesardóttur kom fram að erfðaefnið í höfuðskeljunum hafi verið mjög niðurbrotið. Fjalirnar á lofti Ráðherrabústaðarins hafi því ekki verið góður varðveislustaður. 

Ljóst þykir að konan eigi ekki afkomendur eða ættingja meðal núlifandi Íslendinga. 

Eitthvað fannst af öðru erfðaefni, þá líklega af karlmönnum sem handleikið hafa höfuðkúpuna margt fyrir löngu. 

Hætt var að jarðsetja fólk í Víkurgarði árið 1838 þegar Suðurgötukirkjugarður var tekinn í notkun. Getur það ártal þrengt tíman dánarárs hennar. Þekkt var í Reykjavík að bein kæmu úr garðinum þegar byggt var í námunda við hann. Ómögulegt er að vita hvers vegna beinunum var komið fyrir í gólffjölum Ráðherrabústaðarins.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Sunna Ebenesardóttir, mannerfðafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu kynnir niðurstöður rannsóknar.
Sunna Ebenesardóttir, mannerfðafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu kynnir niðurstöður rannsóknar. mbl.is/Árni Sæberg
Kári Stefánsson opnaði fundinn og kynnti vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar til …
Kári Stefánsson opnaði fundinn og kynnti vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar til leiks. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert