Styðja vinnustöðvun flugumferðarstjóra

Félag hafnarverkamanna á Íslandi styður kjarabaráttu FÍF.
Félag hafnarverkamanna á Íslandi styður kjarabaráttu FÍF. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félag hafnarverkamanna á Íslandi styður kjarabaráttu Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir einnig að verkfallsréttur verkafólks og vinnuafls á Íslandi sé ekki aðeins lögfestur heldur einnig skilyrði þess að jafnvægi ríki á milli atvinnurekanda og launþega.

„Við fordæmum allar tilraunir til að minnka þann rétt eða takmarka.“

Segir enn fremur að hafnarverkamenn lýsi yfir „eindregnum stuðningi við kjarabaráttu og vinnustöðvun flugumferðarstjóra og hvetjum önnur stéttarfélög til að gera slíkt hið sama“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert