Þorsteinn biður starfsmann Bónuss afsökunar

Þorsteinn hefur beðið starfsmanninn afsökunar á hegðun sinni.
Þorsteinn hefur beðið starfsmanninn afsökunar á hegðun sinni. Samsett mynd

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur hefur beðið Ester Harðardóttur, starfsmann í launa- og bókhaldsdeild Bónuss, afsökunar á ummælum sínum. 

Bónus hafnaði því nýverið að selja bók hans og Huldu Tölgyes sálfræðings, Þriðju vaktina.

Ester var sá starfsmaður Bónuss sem tilkynnti Þorsteini að verslunin myndi ekki selja bókina.

Brást Þorsteinn við með því að nafngreina Ester á Instagram og hvetja þúsundir fylgjenda sinna til að senda á hana tölvupóst og krefja hana um að selja bókina í versluninni. 

Karlremba í bataferli út lífið

Þorsteinn baðst í kjölfarið afsökunar og viðurkenndi að hann væri karlremba í grunninn en í bataferli sem muni endast út lífið. 

Baðst hann afsökunar á því að hafa blandað persónu starfsmannsins í málið, sem hafi verið kallalegt yfirlæti.

Bókin sé þó ekki einungis skrifuð af honum heldur einnig Huldu Tölgyes sálfræðingi og barnsmóður hans, og byggi á 130 heimildum, aðsendum reynslusögum og reynslu hans og Huldu. 

Hann endar færsluna á þessum orðum: „Ester, ég skal senda þér eintak – ef þú hefur áhuga.“

Færslan í heild:

Kæra Ester.

Sannarlega var ég ósáttur við að þú hefðir takmarkaðan áhuga á að selja bók okkar hjóna. Mér þykir leitt að ég hafi blandað þér persónulega inn í þetta ósætti mitt með kallalega yfirlætinu mínu. Það var klárlega rangt að gera þig að skotspóni míns ósættis. Ég hljóp á mig. Sorrí, Ester.

Til ykkar hinna.
Þótt ég beiti mér markvisst femínískt og tali um karllægt yfirlæti, tilkall og skaðlega karlmennsku þá er ég í grunninn karlremba. Ég lít á mig sem karlrembu í bataferli. Ferli sem mun vera í gangi út lífið. Innsýn mín í viðfangsefni mín, þriðju vaktina og skaðlega karlmennsku, er minn helsti styrkleiki en á sama tíma veikleiki, sérstaklega þegar ég gæti ekki að mér og vanda mig. Þá á ég það til að kallakallast yfir mig og jafnvel valta yfir fólk. Eins og Ester. Aftur: sorrí, Ester.

En að bókinni sem ég vildi selja. Hún er sem betur fer ekki bara skrifuð af mér heldur líka Huldu Tölgyes sálfræðingi og byggir á 130 heimildum, aðsendum reynslusögum fólks og reynslu okkar Huldu. Við Hulda erum nefnilega hjón og þekkjum vel, eða Hulda, ójafnvægi á þriðju vaktinni.

Ester, ég skal senda þér eintak – ef þú hefur áhuga.

View this post on Instagram

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka