Lögreglan: „Rýmið Grindavík STRAX“

Eldgos braust út nú í kvöld.
Eldgos braust út nú í kvöld. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Lögreglan á Suðurnesjum hefur beðið fólk að rýma Grindavík vegna eldgoss sem var að hefjast norður af bænum. Ekki má fara um Grindavíkurveg. 

„Við viljum óska eftir því að ökumenn teppi ekki vegi og skapi með því óþarfa hættu með að stoppa á akbrautum og í vegköntum. Þetta er afskaplega mikilvægt! Höldum vegum opnum þannig að fólk geti rýmt svæðið og viðbragðsaðilar komist til og frá,“ segir í facebookfærslu lögreglunnar á Suðurnesjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka