Þjóðtrú Íslendinga stöðugt að minnka

Terry Gunnell.
Terry Gunnell. Ljósmynd/Art Bicnick

„Þetta hefur smátt og smátt minnkað en það er munur á viðhorfi fólks í borginni og svo úti á landi. Það má kannski segja að sveitin sé að verða meira og meira framandi fyrir fólki í borginni, þessi sveitamenning og sveitaheimssýnin,“ segir Terry Gunnell, prófessor emeritus í þjóðfræði við Háskóla Íslands, spurður að því hver hann haldi að sé helsta ástæðan fyrir því að trú Íslendinga á flest yfirnáttúruleg fyrirbæri, þar á meðal guð, sé stöðugt að minnka.

„Fólk úti á landi virðist vera meira lifandi og í sambandi við umhverfið og hefðir í sveitinni. Þannig að munurinn er fyrst og fremst milli fólks í borginni og á landsbyggðinni og svo er trúin meiri hjá eldra fólki og konum en karlmenn virðast vera aðeins meira efins." 

Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum, sem gerðar voru á árunum 1974, 2006-2007 og 2023, virðist ljóst að svo sé.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert