Hrun í útgáfu á þýddum skáldsögum

Þýddar skáldsögur eiga undir högg að sækja.
Þýddar skáldsögur eiga undir högg að sækja. mbl.is/Hari

Mikil fækkun hefur orðið í útgáfu á þýddum skáldsögum hér á landi síðustu ár. Samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur þeim fækkað um 45% frá árinu 2021 og fram á þetta ár. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda telur að hið opinbera þurfi að grípa inn í þessa þróun.

Árið 2021 var 201 þýtt skáldverk gefið út hér, samkvæmt tölum úr Bókatíðindum. Árið 2022 hafði þeim fækkað í 193 og í ár eru aðeins 110 þýdd verk skráð í Bókatíðindi. Nemur fækkunin á þessu þriggja ára tímabili 45%. Einhver skekkja kann að vera í skráningum milli ára en þróunin er skýr. Sér í lagi þegar horft er á tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna sem kynntar voru á dögunum. Á síðasta ári barst 81 tilnefning til verðlaunanna frá 23 forlögum en í ár barst aðeins 51 tilnefning frá 16 forlögum. Nemur fækkunin 37% milli ára.

„Þessi þróun er mikið áhyggjuefni,“ segir Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, þegar þessar tölur eru bornar undir hann.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka